is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33473

Titill: 
 • Línulegt mat á hæfileikum íslenskra kynbótahrossa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Íslensk kynbótahross eru metin á dómskala þar sem gefnar eru einkunnir frá 5,0-10 og merkt við ákveðnar athugasemdir sem lýsa hestinum. Gefnar eru einkunnir fyrir 8 eiginleika byggingar og 7 eiginleika reiðhestskosta. Línulegur dómskali fyrir hæfileika var saminn og notaður samhliða hefðbundnum dómstörfum sýningarárin 2017 og 2018.
  Markmið þessa verkefnis er að taka saman og lýsa fyrirliggjandi gögnum úr línulegu mati á hæfileikum íslenskra kynbótahrossa í samanburði við hefðbundna kynbótadóma. Sérstaklega voru skoðuð hvaða áhrif hver og einn línulegi eiginleiki hefði á einkunnagjöf hefðbundins reiðdóms, en slíkar niðurstöður ættu síðan að nýtast til upplýsinga um það hvernig hefðbundin dómstörf fara fram í núverandi kynbótastarfi og hverjar áherslur kynbótadómara eru. Jafnframt var fylgni línulegra eiginleika reiknuð bæði innan og á milli hvers eiginleika reiðhestskostanna.
  Úrtak þessarar rannsóknar samanstóð af 1.051 kynbótahrossi á aldrinum 6,10ár±1,49. Stóðhestar voru 28,8% úrtaksins en hryssur 71,2%. Kynbótadómar þeirra hrossa sem metin voru á línulegum skala voru síðan fengnir úr gagnagrunni Bændasamtaka Íslands og voru nýttir til samanburðar. Gögnin voru unnin með lýsandi tölfræðiaðferðum MS Excel, fylgniprófi tölfræðiforritsins JMP13 og fervikagreiningu sama forrits, þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni og sýningarári einstaklinga. Línulegi dómskalinn samanstendur af 58 eiginleikum og gáfu starfandi kynbótadómarar hverjum eiginleika einkunn á bilinu 1-5. Lýsandi tölfræðiaðferðir sýndu m.a. fram á ávinning í teygni einkunnagjafar við notkun línulegs dómskala (CV=15,83-33,03) í samanburði við hefðbundinn dómskala (CV=5,21-20,47). Niðurstöður voru hægriskekktar, (M>3,0) en það var í samræmi við niðurstöður úr hefðbundnum dómstörfum (M>7,5). Fervikagreining leiddi í ljós að línuiegu eiginleikarnir skýrðu á bilinu 0,53-0,80 af breytileikanum í einkunn fyrir hvern og einn eiginleika. Greiningarnar leiddu einnig í ljós að meirihluti (91%) línulegu eiginleikanna hafði marktæk áhrif á einkunnagjöf innan hvers eiginleika og endurspegluðu þar með áherslur núverandi dómskala sem og áherslur ræktunarmarkmiða. Fylgni línulegra eiginleika innan eiginleika reiðhestskostanna reiknaðist á bilinu 0,07-0,64. Fylgni línulegra eiginleika á milli eiginleika reiðhestskostanna reiknaðist á bilinu 0,12-0,68.
  Niðurstöður ættu að nýtast til áframhaldandi rannsókna á línulegu mati á íslenskum kynbótahrossum. Lagt er til að einfalda og skilgreina betur núverandi mynd hins línulega kvarða. Ennfremur skal halda áfram línulegum athugunum á hæfileikum íslenskra kynbótahrossa svo frekar sé unnt að kanna kynbótafræðilegan ávinning af slíku mati.

Samþykkt: 
 • 4.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2019_AnnaGuðrúnÞórðardóttir (1).pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna