is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33477

Titill: 
  • Bústjórn við nýtingu á blóði fylfullra hryssna til lyfjaframleiðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áratuga reynsla er á hrossahaldi til blóðtöku úr fylfullum hryssum hér á landi. Alls hafa 92 starfsstöðvar tilkynnt um slíka starfsemi til Matvælastofnunar en eitt fyrirtæki, Ísteka ehf, hefur leyfi stofnunarinnar til að taka blóð úr fylfullum hryssum til vinnslu afurða.
    Markmið verkefnis var að draga saman þekkingu um bakgrunn hrossahalds til blóðtöku á fylfullum hryssum og þá reynslu sem byggst hefur upp hér á landi. Ennfremur að lýsa hrossahaldinu og kanna hvernig þættir í bústjórn geti haft áhrif á afurðirnar, sem eru mældar í blóðeiningum sem hver hryssa skilar á ársgrundvelli, auk kjötframleiðslu. Gengið var út frá því að fanghlutfallið, fangtíminn, styrkur og varanleiki PMSG í blóði hryssnanna hefði mest áhrif.
    Könnun sem byggði á spurningalista var send til blóðtökubænda en svarhlutfall var afar lélegt sem skýrist mögulega af því að lítil opinber umræða er um búgreinina og þá helst á gagnrýnum nótum. Könnunin gaf því takmarkaða innsýn í búskap með hrossahald til blóðtöku úr fylfullum hryssum. Tímabært er að búgreinin fái meiri athygli fræðasamfélagsins þannig að hægt verði að greina frekar hvernig best verði staðið að þessari framleiðslu bæði út frá sjálfbærni beitarauðlindarinnar, hagrænu sjónarmiði og dýravelferð.

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-ritgerð Dagrún Kristinsdóttir.pdf630.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna