is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33479

Titill: 
  • Þróun geitahalds á Íslandi byggt á upplýsingum úr búnaðar- og forðagæsluskýrslum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenska geitin (Capra aegagrus hircus) er talin hafa borist til landsins um árið 870 með landnámsmönnum frá Skandinavíu og Bretlandseyjum. Álitið er að íslenski geitfjárstofninn hafi verið án innblöndunar í um 1100 ár og að stofninn hafi sennilega aldrei verið stór. Fyrstu tölur sem birtar voru um geitfjárfjölda á Íslandi var árið 1703. Frá því ári voru geitur ekki mikið taldar fram sérstaklega og í þau fáu skipti fyrir aldamótin 1900 sem geitfjárfjöldinn var gefinn upp voru það ekki áreiðanlegar tölur. Um og eftir aldamót 1900 fóru talningar að verða meira áreiðanlegri. Mikil sveifla varð á stofnstærðinni á 20. öld þar sem geitunum fjölgaði gríðarlega mikið fyrstu þrjá áratugina. Fjöldinn náði hámarki árið 1930 en upp úr því fækkaði geitum óhugnalega hratt og fór fjöldinn niður fyrir 100 gripi á árunum 1957 til 1965. Síðan hefur fjölgað í stofninum og í lok ársins 2018 taldi stofninn 1491 geit á vetrarfóðrun. Geitur hafa verið til í öllum sýslum landsins en þó ekki á sama tíma. Flestar hafa verið geitur í 18 sýslum í einu. Í Þingeyjarsýslum hafa geitur verið flestar lengst af á 20. öld, þá sérstaklega í Suður-Þingeyjarsýslu. Í dag eru geiturnar flestar í Mýrasýslu, en sú sýsla var aldrei geitmörg fyrr en rétt upp úr aldamótum 2000. Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur hafa verið geitalausar síðan árið 1960 og ekki er hægt að flytja þangað geitur vegna smitvarnahólfa. Stofninn er mikið ræktaður í smáum hópum og því er óhjákvæmilegt að komast hjá skyldleikaræktun og er hún orðin mjög mikil og erfðafjölbreytileiki farinn að minnka mikið. Það hefur neikvæð áhrif á stofnstærðina og aðlögunarhæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að erfðafjölbreytileikinn minnki meira.

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_Heiða Ösp.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna