Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3348
Forvarnir eru víðtækar og snúa að fjölbreyttum sviðum mannlífsins en í þessari ritgerð verður sjónum aðallega beint að forvörnum sem miðast að börnum og unglingum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun barna og unglinga er talin mjög öflug forvörn og eru margir áhrifaþættir svo sem stuðningur og áhugi foreldra sem er hluti af verndandi þáttum en þeir eru taldir árangursríkir í uppeldi barna. Skoðaðar verða forvarnarstefnur sveitarfélaganna Hafnarfjarðar og Kópavogs, hvaða þætti þær eiga sameiginlega og hvað er ólíkt og grein verður gerð fyrir þeim úrræðum sem sveitarfélögin tvö bjóða upp á fyrir börn og unglinga. Fjallað verður um stuðning við börn og fjölskyldur, hvers börn þarfnast og hvaða þættir eru mikilvægir í því tilliti að styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Hugtakinu barnavernd verða gerð skil, mikilvægi fjölskyldustefnu stjórnvalda, skipan barnaverndaryfirvalda og félagslegur stuðningur.
Helstu niðurstöður athugunarinnar eru þær að þegar forvarnarstefnur sveitarfélaga eru öflugar og sveitarfélögin bjóða upp á öflug úrræði til handa börnum og unglingum virðist það hafa þau áhrif að barnaverndarmálum til vinnslu fækkar. Í umræddum sveitarfélögum hafði tilkynningum fjölgað mikið rétt eins og á landinu öllu en þeim árangri hefur náðst að barnaverndarmálum til vinnslu hefur fækkað til muna, sérstaklega í öðru sveitarfélaginu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thora_Thorgeirsdottir_fixed.pdf | 404.83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |