is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33480

Titill: 
  • Hraunréttir í Borgarbyggð - vettvangur upplifunar -
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur með þessu verkefni var að skoða og leita svara við spurningunni: Hvað er hægt að gera við fjárréttir, sem eru friðaðar og eru ekki í notkun, til að skapa vettvang fyrir upplifun?
    Hraunréttir í Borgarbyggð urðu að viðfangsefni þessarar ritgerðar. Með gagnaöflun, viðtölum og hugmyndavinnu var lögð fram tillaga að nýtingu hraunrétta í tengslum við upplifun og
    afþreyingu. Tækifæri felst í því að vinna með hraunréttir sem sérstaka segla í ferðaleið hestamanna sem tengir þær saman.
    Hvaða tilgang hafa fjárréttir gerðar úr hraungrýti sem eru ekki í notkun? Hvernig getum við lært að meta og varðveita fjárréttirnar sem eru merkilegar í sögu okkar Íslendinga, þannig að gildi þeirra verði sem mest? Sérstaða réttanna sem eru í notkun hafa mikið menningarlegt gildi. Þ að segir sig sjálft að réttir sem eru yfirgefnar og hætt er að nota hafa minna
    menningarlegt gildi. Með fræðslu og notkun réttanna skapast meiri virðing fyrir menningararfinum sem hraunréttir eru, sem leiðir svo aftur til verndunar og betri umgengni.
    „Túlkun leiðir til skilnings, skilningur leiðir til virðingar og virðing til verndunar“ (Tilden,1977, bls. 38).

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_ritg_hrafnhildur 080519_minni.pdf4,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna