is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33482

Titill: 
 • Árangur fósturtalninga í íslensku sauðfé
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er tekinn saman og metinn árangur fósturtalninga í íslensku sauðfé. Þar sem skoðað var hvort munur væri á árangri milli talningamanna, hvort aldur eða tímasetning á því hvenær talningin fer fram hefði áhrif á öryggi talninganna. Auk þess voru aðrir þættir skoðaðir eins og hve stórt hlutfall af búum hér á landi eru að nýta sér fósturtalningar til að skipuleggja búskap sinn.
  Gögnin sem notuð voru í verkefnið komu úr skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar frá Bændasamtökum Íslands. Notaðar voru 194.947 færslur við úrvinnsluna frá árunum 2016-2018 frá þeim búum þar sem talning fór fram í öllum ám búsins. Notað var Kjí-kvaðrat próf til að bera saman öryggi talninganna eftir flokkurnarþáttum.
  Heildaröryggi fósturtalninganna var 95,8%. Öryggi fósturtalningarinnar, þegar um eitt fóstur var að ræða var 96,1%, þegar fóstrin voru tvö var öryggið 96,2%, öryggið var 92,1% þegar um þrjú fóstur var að ræða og ef fóstrin voru fjögur eða fleiri var öryggið 86,8%. Meira var um það að talningamaðurinn ofmat fósturfjöldann þannig að færri lömb fæddust en fósturtalningin sagði um eða í 2,4% tilfella en 1,8% tilfella vanmat talningamaðurinn fósturfjöldann og fleiri lömb fæddust en von var á. Marktækur munur var á árangri
  talningamanna þar sem öryggið var frá 90,2% upp í 96,9%, einnig var marktækur munur á árangri eftir því hvenær talningin fór fram og var öryggi talninganna frá 94,6% þar sem talningin fór fram í byrjun febrúar og best var öryggið í lok mars 97,2%.

Samþykkt: 
 • 4.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-Ingunn Sandra .pdf350.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna