en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33483

Title: 
 • Title is in Icelandic Tengsl skriðdags, uppskeru og þurrefnisprósentu í 2- og 6- raða byggi við íslenskar aðstæður
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þó kornrækt hafi aukist mikið meðal bænda á Íslandi síðustu áratugina eru enn mikil tækifæri til aukinnar ræktunar. Markaður fyrir innlent bygg til húsdýrafóðurs er enn ekki mettaður og mikil tækifæri fyrir miðlungs og stóra kúa, svína og hænsna framleiðendur til að nýta innlenda framleiðslu sem fóður. Mögulega eru líka mikil tækifæri í innlendri ræktun byggs til maltgerðar og manneldis.
  Á Íslandi er ræktun byggs ekki eins áreiðanleg og á heitari stöðum þar sem hægt er að búast við fyrirsjáanlegum ræktunartímabilum. Köld og stutt sumur, sem jafnframt geta verið mjög blaut og vindasöm, standa í vegi fyrir mikilli samkeppni á íslenskri grundu við innflutt korn en með hækkandi verði á innfluttu korni og auknum veðurfarsbreytingum opnast mögulega forsendur fyrir aukinni innlendri framleiðslu.
  Markmið þessarar ritgerðar er að rýna í brot af gagnasafni frá byggyrkjatilraunum sem framkvæmdar voru á yfir 40 stöðum á landinu og náðu frá 1987-2014. Yrkjatilraunirnar sem teknar verða fyrir hérna eru aðeins frá tilraunastöðinni á Korpu, innihalda 17 byggyrki (bæði 2- og 6 raða) og eru frá árunum 1997-2014. Markmiðið er að varpa ljósi á tengsl skriðdags, uppskeru og þurrefnishlutfalls til að varpa ljósi á mögulega framtíð kynbótastarfsins í sambandi við kynbætur á flýtigenum sem stuðla að hraðari þroska og skriði.
  Niðurstöður verkefnisins sýndu sterka fylgni milli skriðdags og uppskeru og skriðdags og þurrefnis en skýringahlutfallið milli athugunarþátta náði ekki yfir 32% sem gefur líklega til kynna hversu sterk umhverfisáhrifin eru á byggræktina og breytileikinn í hita- og rakastigi er mjög mikill milli ára. Marktækni meðaltala milli yrkjanna 17 var til staðar en erfitt er að draga ályktanir um marktæknina sökum ójafnvægis í sýnatöku og þar sem yrkin fengu ekki eins mikla notkun milli ára, þó stóð yrkið Tjaldur upp úr í öllum þremur athugunarliðum. Fleiri yrki komu einnig vel út ásamt Tjaldi og hægt er að sjá þau í niðurstöðukaflanum.

Accepted: 
 • Jun 4, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33483


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS-ritgerð-Ísak-J.docx - endanlegt skjal.pdf752.48 kBOpenComplete TextPDFView/Open