is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33484

Titill: 
 • Aðdráttarafl og uppbygging menningarsvæðisins Duus í Reykjanesbæ
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sjávarsíða Íslands hefur gegnt stóru hlutverki í sögu Íslendinga og haft mikil áhrif á lifnaðarhætti þeirra. Sjávarbæir hafa verið mikilvæg stoð samfélagsins síðan fyrstu skip ráku upp að fjöru. Hlutverk sjávarsíðunnar hefur þróast í gegnum tímann, frá því að vera einungis lendingarpallur skipa, yfir í það að tengjast menningu, iðnaði og líferni. Í verkefninu verður varpað ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á byggðarþróun við sjávarsíðu og einstaka staðræna þætti sem gefur rannsóknarsvæðinu sína sérstöðu.
  Með verkefninu eru skoðaðar forsendur fyrir þróun byggðarsvæðis við strandlengju Reykjanesbæjar. Höfundur mun greina möguleika menningarsvæðis sem kallast Duussvæðið, og niðurstöður greiningar munu veita höfundi forsendur til endurhönnunar á svæðinu , með ákveðin lykilatriði að leiðarljósi: aukning íbúa, tenging og menningarlíf við hafið.
  Í fræðilegri samantekt mun höfundur fjalla um helstu fræðilegu högtök á borði við staðaranda (genius loci), athafnir , bæjarrými, endurheimt á grófurfari og áhrif sjávar.
  Í greiningunni mun verða lögð áhersla á sögu svæðisins, landmótun, tengingar (þ.e. samgöngur, tengingar við náttúru og göngusvæði), helstu náttúruþætti svæðisins, atvinnustig á svæði, byggðarstíl og aðra arkítektóníska þætti. Eftir greiningu verður lögð fram hönnunartillaga fyrir svæðið , sem mun styðjast við fræðilega hlutann og greiningar.
  Lögð verður áhersla á sjálfbærni og þéttbýli í hönnunarhluta en það mun verða mikilvægur þáttur í byggðarþróun svæðisins til framtíðar.
  Verkefnið mun sýna fram á það að með góðri hönnun á svæðinu getur það boðið upp á betri lífsgæði fyrir íbúa og haft sterkara aðdráttarafl fyrir bæinn.

Samþykkt: 
 • 4.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_DUUS - Katarina Gagic.pdf32.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna