is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33487

Titill: 
 • Áhrif beitar á líffræðilegan fjölbreytileika gróðurs í fjallabyggðum Evrópu Tenging við íslenskar aðstæður
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Gróður í fjallabyggðum Evrópu hafa mótast af landnýtingu, þar sem hálf-náttúruleg tegundarík vistkerfi hafa myndast. Gróðurbelti í fjallabyggðum Evrópu eru skilgreind eftir staðsetningu skógarmarka sem eru: fjallabelti, lág alpísktbelti, há alpísktbelti og nivalbelti.
  Áhrif beitar á líffræðilega fjölbreytni er breytileg og hafa margir mismunandi þættir áhrif. Með genaralized grazing líkaninu (GGM) er hægt að spá fyrir um áhrif beitar á líffræðilega fjölbreytni útfrá lengd beitarsögu og raka svæðis. GGM líkanið er byggt á rannsóknum á láglendi. Aðstæður á alpískum svæðum eru öðruvísi. Lífmyndir planta eru öðruvísi, langlífi og hægur vöxtur er algengari, vaxtartímabilið styttra og svæðin eru einangraðri. Vegna einangrunar er mikið af einlendum tegundum á alpískum svæðum og breytileiki milli svæða mikill.
  Breytt landnýting er helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni. Aðalform landnýtingar í fjallabyggðum Evrópu er hirðmennska. Vegna minnkandi arðsemi hafa hirðingjar annað hvort fært sig yfir í ræktun, eða svæði verið yfirgefin. Túnræktun fylgir aukin áburðarnotkun sem eykur uppskeru svæða, en veldur einnig einsleitni. Á þeim svæðum sem hafa verið yfirgefin hefur útbreiðsla kjarrs og skóglendis aukist. Aukin útbreiðsla tegunda sem eru algeng á láglendi inn á hálendari svæði getur leitt til staðbundinnar aukningar á líffræðilegri fjölbreytni. Sú staðbundna aukning þarf þó ekki að leiða til aukinnar líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu, ef hún leiðir til fækkunar á tegundum sem eru einungis bundin við hálendi.
  Þróun landbúnaðar á Íslandi stefnir í svipaða átt og Evrópu. Við getum nýtt okkur upplýsingar um þróun vistkerfa í Evrópu sem vísbendingu um í hvaða átt þróun getur orðið á Íslandi. Aukin útbreiðsla kjarrs og skóglendis á Íslandi og aukin gróðurhula getur verið góð þróun. Áherslu þarf þó að leggja á viðhald líffræðilegrar fjölbreytni.

Samþykkt: 
 • 4.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Áhrif beitar á líffræðilega fjölbreytni-tenging við ísland Ólafur Arason.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna