is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3349

Titill: 
  • Söngkonan, listakonan og heimskonan. Um þrjár íslenskar viðtalsbækur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða skoðaðar kvenmyndir í þremur íslenskum viðtalsbókum sem komu út á árabilinu 1981 til 2002. Bækurnar sem um ræðir eru dæmigerðar viðtalsbækur. Þær uppfylla þau grunnskilyrði slíkra bóka að vera byggðar á samræðu á milli tveggja aðila. Sögupersónurnar eru allar samtímamenn skrásetjaranna og eru á lífi þegar skrifin hefjast. Tvær þeirra eru á lífi þegar bækurnar koma út en ein þeirra lést skömmu áður en bókin um hana kom út. Þessar bækur eru eftirfarandi í þeirri röð sem ætlunin er að fjalla um þær í ritgerðinni: Fyrst er það bók Ingólfs Margeirssonar Lífsjátning. Endurminningar Guðmundu Elíasdóttur söngkonu (1981). Síðan tek ég fyrir bók Þórunnar Valdimarsdóttur Engin venjuleg kona. Litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu (2000). Að síðustu er það bók Reynis Traustasonar Sonja: Líf og leyndardómar Sonju W. Benjamínsson de Zorilla (2002).
    Til að orða rannsóknarspurningu þessarar ritgerðar má segja að ég sé að greina þær kvenmyndir sem textinn birtir á grundvelli samvinnu sögupersónu og skrásetjara. Ég hef áhuga á að velta fyrir mér því samspili sem er á milli þess sem skrásetur söguna og þess sem hana segir. Ég kýs að nota hugtakið skrásetjari frekar en höfundur þar sem höfundarhugtakið verður dálítið óljóst í verkum eins og þeim sem hér um ræðir, þ.e. viðtalsbókum.
    Segja má að ég sé að fást við tvær megin spurningar í þessari ritgerð: (1) Hvað einkennir samvinnuna á milli sögupersónu og skrásetjara? (2) Hver er kvenmyndin sem hinn endanlegi texti miðlar? Hvað varðar fyrri spurninguna hef ég sérstaklega áhuga á að skoða hvort það sé rödd skrásetjarans eða rödd sögupersónunnar sem virkar meira leiðandi í sköpun söguþráðarins og hvort hægt sé að greina mun á vitund skrásetjarans og vitund aðalpersónunnar (sem saman mynda yfirborðsmynd verksins) í textanum. Hvað varðar síðari spurninguna er áhugavert að kanna hvort hægt sé síðan að tala um enn aðra mynd sem djúpgerð textans miðlar í andstöðu við yfirborðsmyndina, eða m.ö.o. hvort vitund verksins í heild stangist að einhverju leyti (og þá hvernig) á við vitund skrásetjara og sögupersónu.

Samþykkt: 
  • 6.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vala_Georgsdottir_fixed.pdf491.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna