is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33491

Titill: 
  • Vistvænar tengingar milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - úrlausnir til að auka lífsgæði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Höfuðborgarsvæðið skiptist í sjö sveitarfélög og þau eru öll aðilar að samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvert sveitarfélag gerir sitt aðalskipulag og í sameiningu gera þau svæðisskipulag sem gildir yfir allt höfuðborgarsvæðið. Núgildandi svæðisskipulag ber heitið Höfuðborgarsvæðið 2040 og er með megináherslu á nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi.
    Höfuðborgarsvæðið hefur stækkað ört og orðið dreifbýlla sem gerir það að verkum að það myndast meiri þörf fyrir samgöngur. Með loftslagsbreytingum er mikilvægt að geta nýtt sér samgöngumáta aðra en einkabílinn. Samfelld og þétt byggð styður við umhverfisvæna þróun. Hún gerir það að verkum að fleira fólk býr á minna svæði sem styrkir þjónustu og styttir vegalengdir. Með styttri vegalengdum er auðveldara að notast við vistvænar samgöngur svo sem hjóla eða ganga. Það er ekki aðeins umhverfisvænt heldur bætir lífsgæði fólks. Bæði styrkir það líkamlegt hreysti fólks og einnig hefur náttúran góð áhrif á andlega heilsu fólks. Gott skipulag getur haft góð áhrif á fólk.

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritg ValdísVilmarsdóttir.pdf4.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna