is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33492

Titill: 
 • Einbasabreytileiki í geninu Ppd-H1 í íslensku og erlendu byggi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bygg (Hordeum vulgare ssp. vulgare) er mest ræktaða korntegundin á Íslandi og til að auka öryggi byggræktunar hefur verið lögð áhersla á flýti, þ.e. hvenær plantan skríður, í kynbótum
  þess hér á landi. Talið er að mörg gen hafi áhrif á skrið og ennfremur er talið að áhrif genanna hvert á annað séu margslungin.
  Talið er að pseudo-response regulator genið Ppd-H1 sé eitt af mikilvægari genum í tengslum við stjórnun á skriðtíma í byggi. Talið er að ríkjandi samsætan Ppd-H1 valdi flýti og er hún mun næmari fyrir löngum dögum en víkjandi samsætan ppd-H1. Vísbendingar benda til þess genið hafi fjölvirk áhrif, talið er að genið hafi áhrif á tjáningu annarra gena sem stjórna blómgun og hafi líka áhrif á hæð og lengd axpunts auk þess að hafa áhrif á fjölda korna og títa í hverju axpunti.
  Útraðir Ppd-H1 voru raðgreindar í 10 völdum yrkjum til að ná heildstæðu yfirliti yfir opinn lesramma gensins. Raðgreindu yrkin, auk 24 annarra yrkja og lína úr gagnasafni Landbúnaðarháskóla Íslands, voru borin saman við viðmiðunaryrkið Morex til að athuga
  hvort einhvern einbasabreytileika væri að finna.
  Sautján mögulegir einbasabreytileikar fundust í 15 yrkjum og línum en af þessum 17
  breytileikum höfðu átta áhrif á umritun amínsýra í sjö yrkjum og línum.
  Tuttugu og sjö yrki og línur bera enga einbasabreytileika eða þá að séður
  einbasabreytileika hefur ekki áhrif á amínósýrur, þessi 27 yrki og línur bera því víkjandi
  samsætuna ppd-H1. Fjögur yrki bera mögulegan einbasabreytileika sem hefur áhrif á
  amínósýrur en léleg gæði raðgreininga valda því að niðurstöður eru óáreiðanlegar.
  Eitt yrki og tvær íslenskar línur bera einbasabreytileika sem ber saman við ríkjandi
  samsætuna Ppd-H1.

Samþykkt: 
 • 4.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Þorbjörg.2019.pdf791.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna