en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33494

Title: 
 • Title is in Icelandic Greniryð og áhrif þess á vöxt rauðgrenis
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Greniryð greindist fyrst á Íslandi árið 1999. Þetta er ryðsveppur sem leggst nær eingöngu á rauðgreni hér á landi þó að hann finnist í öðrum tegundum grenis erlendis. Líklegt er að sveppurinn hafi borist til Íslands nokkrum árum áður en hann greindist fyrst en útbreiðslusvæði hans hefur ekki mikið breyst á þessum 20 árum sem eru liðin frá því að hann fannst fyrst. Öll smitsvæði eru sem stendur bundin við Suður- og Suðvesturland.
  Hér í þessari ritgerð er tekinn fyrir tilraunareitur í Haukadalsskógi í Biskupstungum. Þar var gróðursett tilraun árið 1959 sem innihélt 12 kvæmi af rauðgreni. Þessi lundur varð fyrir barðinu á greniryði og hefur sýkingin verið viðvarandi þar síðan. Kvæmin sem í tilrauninni standa hafa mismikið mótstöðuafl gegn sveppasýkingunni. Kvæmið Baden hefur staðið best af sér sýkinguna en kvæmið Midtre Hedmark síst. Þetta var niðurstaða rannsóknar á stöðu smits sem gerð var í tilraunareitnum árið 2002.
  Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar var ætlað að varpa ljósi á hvort greniryð hefði áhrif á vöxt rauðgrenis. Borin voru saman þessi tvö kvæmi sem voru á sitthvorum endanum hvað varðar mótstöðuafl gegn smitinu. Til þess voru tekin borkjarnasýni úr litlu úrtaki og veðurfarsgögn voru skoðuð til að bera saman við sveiflur í vexti trjánna.
  Niðurstaðan var miðað við þau gögn sem liggja fyrir að langvinnir greniryðsfaraldrar gætu haft neikvæð áhrif á vöxt rauðgrenis en einstakir faraldrar síður. Greniryðið veldur því að barrnálar gulna og falla af ári eftir smitið. Þar sem smit á sér ekki stað nema við réttar umhverfisaðstæður verður bara hluti af nálum hins smitaða trés fyrir barðinu á sýkingunni. Tréð virðist ná að halda uppi nægjanlega miklum ljóstillífunarkrafti með þeim nálum sem ósýktar eru svo sýkingin eins og sér dregur ekki úr vexti þess. Einstakir faraldrar hafi því ekki áhrif svo teljandi sé en endurteknir faraldrar geta haft áhrif.

Accepted: 
 • Jun 4, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33494


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_ThorhildurIsberg_Skogfr.pdf1.4 MBOpenComplete TextPDFView/Open