is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33501

Titill: 
 • Að takast á við foreldrahlutverkið með kvíða. Afleiðingar og þörf á stuðningi
 • Titill er á ensku Dealing with anxiety in the parental role. Consequences and the need for support
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Fæðing barns er talinn einn stærsti viðburður í lífi fólks, en þetta er líka viðburður sem getur valdið mikilli streitu. Sú aukna ábyrgð sem fylgir því að verða foreldri, sinna þörfum barnsins og svefnleysi getur valdið mikilli streitu hjá öllum, sérstaklega þeim sem eru með undirliggjandi kvíðaröskun eða fyrri sögu um einkenni kvíða. Kvíði eftir fæðingu er nokkuð algengur og getur haft töluverðar neikvæðar afleiðingar á fjölskylduna sem heild.
  Markmiðið með þessari fræðilegu samantekt var að skoða og greina hverjar afleiðingar kvíða eftir fæðingu geta orðið, ásamt því að skoða hvernig sé hægt að bæta þjónustu við foreldra með kvíða við aðlögun að foreldrahlutverkinu. Heimildaleit fór fram í eftirfarandi gagnasöfnum; Pubmed, Cinahl, ScienceDirect og Google Scholar. Í fyrstu var notast við ákveðin leitarorð við gagnasöfnun, en síðar við snjóboltaðaferð. Eftir leit komu upp 88 greinar, eftir flokkun og yfirlestur urðu eftir 23 rannsóknir sem voru nýttar í verkefnið ásamt öðrum fræðigreinum.
  Niðurstöður rannsókna eru sammála um að kvíði eftir fæðingu getur haft neikvæð áhrif á parsambandið, barnið, tengslamyndun og brjóstagjöf. Rannsóknir voru einnig sammála um að lykilþáttur í bættri þjónustu við foreldra með kvíða er gott meðferðarsamband við ljósmóður. Helstu úrræði sem komu fram í rannsóknum voru lyfjameðferð og Hugræn atferlismeðferð (HAM). Konur virðast kjósa fremur meðferð sem er án lyfja vegna áhrifa sem lyfin geta haft á barnið. Þar af leiðandi er HAM ákjósanleg meðferð. Niðurstöður sýndu einnig að ljósmæður eru margar óöruggar í umönnun foreldra með geðræn vandamál, eins og kvíða og þunglyndi. Foreldrar vilja aukinn stuðning og skilning frá ljósmæðrum og ljósmæður vilja að sama skapi geta sinnt foreldrum af sjálfsöryggi. Hugræn atferlismeðferð er kjörin meðferð fyrir ljósmæður að læra, því hún bætir þekkingu á kvíða og myndi nýtast í umönnun foreldra. Ljósmæður myndu öðlast meiri skilning á kvíða og foreldrar fengu viðeigandi umönnun sem miðar að því að draga úr kvíða einkennum.
  Lykilorð: Kvíði, Hugræn atferlismeðferð, foreldrar, sængurlega, ljósmóðir.

 • Útdráttur er á ensku

  The birth of a child is considered one of the biggest event in people’s lives, however this event can also cause a great amount of stress. The increased responsibility of becoming a parent, taking care of a child’s needs and lack of sleep can cause severe stress to anyone, especially those with underlying or previous anxiety disorders. Postpartum anxiety is quite common and can have a significant negative impact on the family as a whole.
  The aim of this theoretical summary was to examine and analyze the consequences of post-natal anxiety, as well as looking at what steps could be taken to help parents with anxiety deal with the parenting role. Source gathering was conducted with the following databases; Pubmed, Cinahl, ScienceDirect and Google Scholar. At first, certain keywords were used for the search and later on the Snowball method was applied. The search resulted in 88 research studies. After sorting and reading through the studies 23 studies were used, along with other studies
  The findings of these studies agree that post-natal anxiety may adversely affect the parental couple, the baby, bonding between baby and parents and breastfeeding. The studies also agreed that a key part to better care for parents suffering from anxiety is a good treatment relationship between midwive and the parents. The most notable treatments mentioned in the studies were medication treatments and Cognitive behavioural therapy (CBT). Women seem to prefer drugless treatments since drugs may have adverse effects on the child. Therefore, CBT is the preferred treatment. The studies also showed that many midwives expressed lack of confidence regarding the treatment of parents suffering from mental health problems, such as anxiety and depression. Parents want increased support and understanding from midwives and midwifes want to be confident in their care for the parents. It is therefore ideal for midwives to learn cognitive behavioural therapy, as it enrichens knowledge of anxiety and would prove useful in the care for parents.
  Key words: Anxiety, Cognitive behavioral therapy, parents, postnatal period, midwife.

Samþykkt: 
 • 5.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að takast á við foreldrahlutverkið með kvíða - Lokaverkefni.pdf381.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - yfirlýsing.pdf929.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF