en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33502

Title: 
 • Title is in Icelandic Starfslöngun, álag og úthald tannsmiða í starfi
 • Work engagement, workload and endurance of dental technicians
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna starfslöngun, álag og úthald tannsmiða í starfi, til að skoða hvort þessir þættir tengdust starfskulnun eða hafi valdið því að tannsmiðir skiptu um starfsvettvang.
  Aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar voru starfandi tannsmiðir og þeir sem höfðu skipt um starfsvettvang. Mælitæki rannsóknarinnar voru Maslach Starfskulnunarlistinn (MBI-HSS) og Utrecht Verklundarlistinn (UWES-17) um starfslöngun auk annarra spurninga. Send var út rafræn spurningakönnun til þátttakenda með netpósti. Við úrvinnslu gagna var notuð megindleg aðferðarfræði. Svarkostir voru kóðaðir, færðir í reikniforritið Microsoft Excel og tölfræðiforritið SPSS og reiknuð lýsandi tölfræði, niðurstöður eru birtar í texta, töflum og myndum.
  Niðurstöður: Spurningalisti var sendur til 112 útskrifaðra tannsmiða og var svarhlutfall 41,1% (N= 46). Þar af voru konur 78,3% (n=36) og karlar 21,7% (n=10). Rúmlega helmingur (54,4%) þátttakenda voru á aldrinum 30-49 ára. Í Verklundarlistanum skoraði meirihluti þátttakenda hátt (52,2%). Meðalskor allra var M = 4,41, hjá starfandi tannsmiðum var það örlítið hærra (M= 4,61) en lægra hjá þeim sem hættir voru starfi (M= 3,84). Í Starfskulnunarlistanum var meðalskor allra þátttakenda lágt í víddunum tilfinningarleg Örmögnun (M= 15,90) og Hlutgervingu (M= 3,74) en í meðallagi í persónuleg Afrek (M= 35,22).
  Ályktun: Stór hluti tannsmiða er með mikla starfslöngun, þeir hafa mikið úthald, eru einbeittir og stoltir af starfinu sínu. Allt bendir til þess að konur séu líklegri til að upplifa hollustu og hafa vinnuþrek í starfinu miðað við karla, en karlar hafa hinsvegar meiri þrótt. Þá hafa starfandi tannsmiðir meiri starfslöngun en þeir sem hættir eru að starfa við fagið.
  Flestir tannsmiðir í rannsókninni höfðu væg einkenni starfskulnunar, þó eru vísbendingar um að lítill hópur hafi einkennin. Þá voru þeir sem ekki starfa lengur við tannsmíði líklegri til að skora hærra í öllum víddum spurningalistans. Þetta gefur til kynna að starfskulnun geti mögulega verið ein ástæðan fyrir því að þessi hópur starfar ekki lengur við fagið.
  Efnisorð: Tannsmíði, kulnun, starfslöngun, álag, úthald.

 • Purpose: The aim of the study was to examine work engagement, workload, endurance of dental technicians and explore possible causes leading to career change or occupational burnout.
  Methods: The sample in this research were both employed dental technicians and those who had changed careers. Data was collected via email using web survey including the Maslach Burnout Inventory (MBI-HSS), the Utrecht Work Engagement Scale (UWES-17) and questions of sample characteristics and background. Using quantitative methodology, Microsoft Excel and SPSS were used to calculate descriptive statistics to answer the research question.
  Results: The total sample size was 112 and 41,1% (N= 46) participated by answering the questionnaire. Majority were females 78,3% (n=36) compared to males 21,7% (n=10). More than half (54,4%) of participants were between 30-49 years of age. Findings from UWES revealed majority of the sample (52,2%) scored high. Mean score of the sample were M = 4,41, whereas scores among the working dental technicians were little higher (M= 4,61), but lower within the group of former dental technicians (M= 3,84). The mean score of the sample on the MBI-HSS were low on the dimensions; Emotional exhaustion (M= 15,90) and Depersonalization (M= 3,74), but scores on the dimension Personal accomplishment (M= 35,22) were average.
  Conclusion: Findings from UWES-17 show that majority of dental technicians have high work engagement, good endurance, are focused and proud of their work. The results indicate females are more likely to score higher on Dedication and on Absorption compared to males, while the latter are more likely to score higher than females on the subscale measuring Vigor. Working dental technicians scored higher on all scales compared with former colleagues.
  Results from MBI-HSS indicates that majority of dental technicians had little sign or symptoms of job burnout, but small group shows the symptoms and are potentially at risk. Former dental technicians are more likely to score higher on all dimensions, this might indicate burnout to by one of the causes leading to their change of career or profession.
  Key words: Dental technology, burnout, work engagement, workload, endurance.

Accepted: 
 • Jun 5, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33502


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Starfslöngun, álag og úthald tannsmiða í starfi.pdf754.33 kBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing.jpg13.65 kBLockedYfirlýsingJPG