is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33506

Titill: 
 • Hvað hefur áhrif á val á fæðingarstað. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku What affects the birthplace selection
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Val á fæðingarstað er mjög mikilvægt skref í fæðingarferlinu. Hraustar konur í eðlilegri meðgöngu geta valið um mismunandi fæðingarstaði, svo sem heimafæðingu, fæðingu á ljósmæðrastýrðri einingu eða fæðingu á Landspítala þar sem er blönduð deild fyrir hraustar konur og konur með áhættuþætti. Rannsóknir sýna að konur sem taka upplýsta ákvörðun um að fæða utan hátæknisjúkrahúss eru síður líklegri að lenda í inngripum í fæðingu og er fæðinga útkoma þeirra almennt betri. Meðal annars vegna þessara rannsókna hafa breskar klínískar leiðbeiningar nú ráðlagt hraustum konum að fæða frekar utan hátæknisjúkrahúsa. Á Íslandi fæða þó flestar konur (>74%) á Landspítalanum.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á hvað það er sem hefur áhrif á val kvenna á fæðingarstað og hverjar væntingar þeirra eru til fæðingarstaða. Notast var við gagnagrunnana Leitir.is, Google scholar og Cinahl og stuðst var við leitarorðin informed choice, place of birth, expectation, midwifery-led unit, normal birth og midwifery. Þar sem töluvert hefur verið skrifað um efnið var leitast eftir að nota sem nýlegastar rannsóknir.
  Niðurstöður samantektarinnar sýndu að landfræðileg nálægð skiptir konur miklu máli, þær vilja ekki ferðast langa leið í hríðum eftir að fæðing hefst og þær vilja að gott aðgengi sé fyrir fjölskyldu og vini að koma til þeirra eftir fæðingu. Öryggi spilar stórt hlutverk en konur skilgreina öryggi á mismunandi hátt. Sýn kvenna á fæðingarferlið skiptir þar miklu máli en þær konur sem trúa því að fæðing sé lífeðlislegt ferli eru líklegri að velja fæðingarstað utan hátæknisjúkrahúss. Fyrri fæðingarreynsla og reynsla fjölskyldu og vina getur haft veruleg áhrif á val kvenna á fæðingarstað. Mikilvægt er fyrir ljósmæður að þekkja vel kosti og galla mismunandi fæðingarstaða svo þær geti leiðbeint og frætt hraustar konur um fæðingarstað sem hentar hverri konu sem best.
  Lykilorð: Fæðingarstaður, Öryggi, Upplýst val

Samþykkt: 
 • 5.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rebekka Jóhannesdóttir.pdf405.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf142.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF