Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33510
Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er einn af algengustu taugafræðilegu röskunum sem finnast hjá börnum og unglingum. Talið er að algengi röskunarinnar sé um 5-10%. Rannsóknir hafa sýnt að hlutfallslega eru margir nemendur með ADHD að glíma við námsörðugleika. Læsi er einn af grunnþáttum menntunar. Læsi er tengt kunnáttu og færni í að koma hugsunum í ritað mál og skilja prentaðan texta. Ef einstakling skortir færni í læsi getur það haft víðtækar afleiðingar sem getur haft áhrif á alla hans skólagöngu. Þar sem lestrarörðugleikar/námsörðugleikar barna með ADHD eru nokkuð algengir er mikilvægt að skoða til að mynda áhuga nemenda á lestri. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort að námsgeta íslenskra barna með ADHD einkenni væri ólík færni annarra barna í 5. – 7. bekk. Einnig var markmið að kanna hvort að lestraráhugahvöt þessara barna væri ólík og hvort hún breyttist frá 5. – 7. bekkjar. Þátttakendur voru börn með einkenni ADHD og samanburðarhópur. Fjöldi þátttakenda var alls 98, 49 í hvorum hóp, börn fædd 2004. Kynjaskipting var 35 drengir og 14 stúlkur. Mælitækin sem voru notuð voru Ofvirknikvarðinn til að meta einkenni ADHD hjá nemendum, samræmd könnunarpróf til að meta námslega færni í ritun og lesskilningi og The reading and writing motivational orientations questionnaire til að kanna lestraráhugahvöt. Niðurstöður leiddu í ljós að börn með ADHD einkenni gekk marktækt verr námslega miðað við samanburðarhóp. Einnig kom í ljós að lestraráhugahvöt var ólík á þáttum sem kanna lestraáhuga og lestrarleikni en mjög svipuð á milli hópa á þáttum sem kanna lestrarforðun og lestrarsjálf. Marktæk breyting var á lestraráhugahvöt hjá báðum hópum á milli 5. – 7. bekkjar á lestraráhuga, hann minnkaði og marktæk breyting var á lestrarforðun hjá nemendum með ADHD einkenni, hún jókst.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna F. Jónsdóttir.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scannable Document on 5 Jun 2019 at 16_02_02.png | 216.66 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |