is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33511

Titill: 
  • Skólaíþróttir sem heilsuefling fyrir ungmenni : upplifun íþróttakennara í starfi og viðhorf þeirra til skólaíþrótta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eru skólaíþróttir einungis tími til að standa upp frá skólaborði og lærdómi eins og frímínútur eða á ákveðinn lærdómur sér stað í íþróttatímum? Er heilsa hugtak sem hægt er að læra á ungum aldri og mun það skila sér í gegnum lífið? Eru skólaíþróttir rétti staðurinn til að kenna og leiðbeina börnum og ungmennum heilbrigðan lífstíl? Í rannsókninni sem framkvæmd var með eigindlegum rannsóknaraðferðum verður reynt að fá meiri innsýn í starf íþróttakennara og upplifun þeirra á starfinu. Markmið rannsóknarinnar er að fá skilning á hugmyndir, markmið og álit íþróttakennara á starfinu sjálfu sem og fá dýpri skilning á upplifun þeirra ásamt hugmyndum fyrir íþróttakennsluna í heild. Í niðurstöðum verður farið í það helsta sem kom fram í viðtölunum sem skipt er í aðalþemu og undirþemu.. Vinnsla rannsóknarinnar hófst í janúar 2019, tekin voru viðtöl við fjóra grunnskóla íþróttakennara sem voru allir með tíu ára reynslu eða meira og kenndu unglingadeild. Athugað var upplifun þeirra á íþróttakennslu ásamt áliti þeirra á heilbrigðisþekkingu ungmenna. Upplifun viðmælendana var almennt jákvæð ásamt sýna niðurstöður mismunandi nálgun viðmælendana en þó mjög svipuð markmið og stefna þau að því sama.
    Lykilorð; skólaíþróttir, íþróttakennarar, hreyfing, íþróttir, nemendur, heilsa, líkamshreysti, skólasund, kennsla.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsc.ritgerdskemman.abp.pdf481.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna