is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33512

Titill: 
 • Skurðsárasýkingar eftir liðskipti á hné, áhættuþættir og reynsla sjúklinga: Samþætt fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Liðskiptaaðgerðum fer fjölgjandi og munu fylgikvillar líklega aukast. Einn alvarlegasti fylgikvilli er skurðsárasýking sem getur leitt til sýkingar í gerviliðum. Skurðsárasýkingar eru vaxandi vandamál í heiminum. Þær eru misalvarlegar en í sinni verstu mynd getur skurðsárasýking leitt til sýklasóttar sem getur orðið banvæn. Skurðsárasýkingar eftir gerviliðsaðgerðir á hnjám eru taldar vera alvarlegar strax á byrjunarstigum sýkinganna.
  Markmið: Markmið þessarar samantektar er að skoða áhættuþætti sýkinga í gerviliðsaðgerðum á hnjám. Einnig að skoða hvaða þýðingu það hefur fyrir einstakling sem greinist með sýktan gervilið.
  Aðferð: Gerð var samþætt fræðileg samantekt sem byggðist á leit í gagnasöfnum Scopus, Web of Science og PubMed. Greinar voru valdar sem birtust á tímabilinu 2008 – 2018, voru á ensku, náðu til karla og/eða kvenna á aldursbilinu 18 ≤ 80 ára sem höfðu farið í gerviliðsaðgerðir á hnjám.
  Niðurstöður: Þessi samantekt náði til 13 rannsókna, 11 megindlegra og tveggja eigindlegra. Þessar rannsóknir miðuðust við að skoða áhættuþætti sýkinga er varða spítalann, aðgerðina og sjúklinginn. Mest var rannsakað um sjúklinginn, helstu áhættuþættir í sambandi við hann voru kyn (karl), offita, aldur, sykursýki, reykingar og fleira tengt lífsvenjum. Áhættuþættir spítala og aðgerða voru aðgerðarlengd, stasanotkun, aðgerðarvelta og ýmis framkvæmdaratriði á skurðstofum. Einstaklingsviðtöl sýndu fram á að til staðar var þekkingarskortur hjá sjúklingum á sýkingum og einkennum þeirra. Sýkingar höfðu verulegu áhrif á lífsgæði þeirra og upplifðu þeir skort á hreyfigetu, mikið álag, örvæntingu og þunglyndi. Ennfremur höfðu þeir mikla þörf fyrir fræðslu og stuðningi.
  Ályktun: Skurðsárasýkingar í kjölfar gerviliðsaðgerða á hnjám eru sjaldgæfar en þegar sýking kemur í ljós, hefur hún mikil áhrif á lífsgæði sjúklinga. Því þarf heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar að þekkja áhættuþætti skurðsárasýkinga og einkenni þeirra. Upplifun sjúklinga með skurðsárasýkingar er lítt skoðað fyrirbæri og til að geta veitt betri þjónustu og meiri stuðning við þennan hóp þarf að rannsaka þennan þátt betur.

Samþykkt: 
 • 6.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skurðsárasýkingar eftir liðskipti á hné.pdf835.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG yfirlysing.pdf350.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF