is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33514

Titill: 
  • Starfshæfniskerðing barna vegna áráttu-þráhyggjuröskunar: Samræmi matsupplýsinga foreldra og barna og áhrifaþættir á samræmi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í mati á starfshæfniskerðingu barna með áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) er ekki alltaf ákjósanlegt samræmi milli foreldra og barna oft ólík sem getur stuðlað að erfiðleikum í vali á meðferð við hamlandi einkennum. Þrátt fyrir að slíkt ósamræmi er þekkt hafa fáar rannsóknir athugað mögulega áhrifaþætti þegar kemur að áreiðanleika matsmanna um starfshæfniskerðingu. Í þessari rannsókn voru athuguð áhrif ólíkra mótunarbreyta (moderators) á samræmi í mati foreldra og barna með ÁÞR á starfshæfniskerðingu við upphaf meðferðar. Children´s Obsessive-Compulsion Impact Scale- Revised (COIS-R) var notaður til að meta samræmi um skerðingu í heild og eftir ólíkum sviðum, það er í sameiginlegu umhverfi, í skóla og á félagslegu sviði. Þátttakendur voru foreldrar og börn þeirra á aldrinum sjö til 17 ára sem höfðu greinst með ÁÞR. Alls luku 213 þáttakendur mati á starfshæfniskerðingu ásamt mati á alvarleika einkenna og fylgiröskunum. Niðurstöður benda til að samræmi í mati foreldra og barna um skerðingu í heild sinni, í skóla og á fjölskylduvirkni og athafnasemi sé almennt í meðallagi. Einkum benda niðurstöður til að samræmi sé almennt sæmilegt í skerðingu á félagslegri virkni og lélegt í skerðingu á daglegri færni og athafnasemi. Jafnframt benda niðurstöður til að kyn, alvarleiki einkenna ÁÞR, alvarleiki einkenna áráttu og þráhyggju hvor fyrir sig og hæfni til að veita einkennum ÁÞR viðnám og stjórn hafi áhrif á samræmi milli foreldra og barna um starfshæfniskerðingu ÁÞR á að minnsta kosti einu sviði. Innsæi í einkenni ÁÞR, aldur og fylgiraskanir virtust ekki hafa áhrif á samræmi.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfshæfniskerðing barna vegna áráttu-þráhyggjuröskunar.pdf339,01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
forsíða.pdf267,7 kBLokaðurForsíðaPDF
Yfirlysing.pdf291,81 kBLokaðurYfirlýsingPDF