is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33515

Titill: 
  • Samanburðarrannsókn á árangri íslenskra og erlendra sundmanna á alþjóðamótum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sund er íþrótt sem krefst mikillar tæknilegrar hæfni. Helstu atriðin sem þarf að hafa í huga þegar kemur að keppnissundi er meðalhraði, tíðni- og lengd sundtaka. Markmið rannsóknarinnar var að skoða og bera saman þessi atriði á tveimur alþjóðlegum mótum, annað á Íslandi og hitt í Budapest. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 64 sundmenn sem tóku annað hvort þátt á RIG eða HM. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvort marktækur munur væri á þessum þáttum á stórmóti á Íslandi í samanburði við heimsmeistaramót. Niðurstöður sýndu að marktækur munur var á lokatíma í öllum 50 m greinunum. Sundmenn á HM voru (3,30 – 4,04 s) hraðari en á RIG (p=0,000) og meðalhraði sundmanna á HM var (0.27-0.55m/s) hraðari en á RIG (p=0.000) á öllum sundaðferðunum. Marktækur munur var einnig á tíðni sundtaka á mínútu í bringusundi (p=0.034), lengd sundtaka í flugsundi (p=0,002), og fjölda sundtaka í flugsundi (p=0,000) og skriðsundi (p=0,002). Rannsóknin leiddi það í ljós að munur er á tíðni sundtaka sundmanna eftir því um hvaða mót er að ræða, sem gefur til kynna að þeir sem eru með hærri tíðni sundtaka eru líklegri til þess að ná betri árangri. Þörf væri á frekari rannsókn á síðustu 15 m í hverju sundi svo hægt væri að bera saman við þessa rannsókn.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33515


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BirgirViktorHannessonlokaútgáfa3.6.19.pdf10.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna