Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33518
Upplifun af endurhæfingu eftir fremri krossbandaslit hjá konum í handknattleik og knattspyrnu er viðfangsefni þeirrar eigindlegu rannsóknar sem ritgerðin fjallar um. Annarsvegar upplifun þeirra á endurhæfingu í kjölfar fremri krossbandaslits og hinsvegar upplifun þeirra á stuðningi frá þjálfurum og liðsfélögum í kjölfar krossbandaslits. Rannsóknin fór fram á tímabilinu 25. september 2018 til 18. maí 2019. Viðtöl voru tekin við átta konur sem áttu það sameiginlegt að hafa slitið fremra krossband. Sex viðmælendanna spiluðu á afreksstigi, þrjár komu úr handknattleik en þrjár úr knattspyrnu. Tvær spiluðu ekki á afreksstigi, þær komu úr knattspyrnu.
Í rannsókninni er fjallað um íþróttameiðsl, hnélið og krossbönd, krossbandaslit, forvarnir, upplifun íþróttamanns í kjölfar slits, endurhæfingu, hvatningu, trú á eigin getu og endurkomu í íþrótt eftir krossbandaslit. Niðurstöður rannsóknar sýndu fram á að endurhæfing erlendis geti gefið góðan árangur en ýmislegt geti reynst ábótavant í endurhæfingu á Íslandi. Niðurstöður gáfu einnig vísbendingar um að það geti reynst erfitt fyrir iðkendur að fá stuðning í kjölfar fremri krossbandaslits. Út frá þessum niðurstöðum má álykta að þörf er á meiri fræðslu á bataferlinu eftir fremri krossbandaslit og úrræðum fyrir konur í endurhæfingu í kjölfar meiðslanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs ritgerd tilbuin i skil (1).pdf | 722.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |