is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33519

Titill: 
  • Viðhorf iðkenda til afreksstefnu Skíðasambands Íslands síðastliðin 5 tímabil
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um viðhorf þjálfara og iðkenda til afreksstefnu Skíðasambands Íslands (SKÍ). Verkefnið er unnið í samráði við SKÍ þar sem þeir óskuðu eftir könnun á viðhorfi iðkenda og þjálfara allra greina á afreksstefnuna. Rannsóknin var unnin með megindlegri aðferð og gagna aflað með spurningalista, bæði opnum og lokuðum spurningum. 50 einstaklingar fengu sendan listann og 33 skiluðu svörum.
    Afreksstefna inniheldur framtíðarsýn, leiðsögn og leiðir til að ná markmiðum. Hún er lýsing á þeim árangri sem stefnt er að og hvernig honum skuli náð. Eitt af markmiðum SKÍ er að fjölga iðkendum sem keppa á skíðum og þeim sem stunda skíði sér til skemmtunar. Aukin menntun þjálfara og fjölgun þjálfara og skíðakennara er ein af þeim leiðum sem SKÍ hefur sett fram til að ná markmiðum. Þátttakendur voru almennt jákvæðir gagnvart afreksstefnunni en kynna mætti stefnuna betur fyrir iðkendum og þjálfurum svo betur gangi að ná settum markmiðum.
    Lykilorð: Skíðasamband Íslands, afreksstefna, stefna, áætlun, markmið.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elin-BSverkefni-20mai.pdf496.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna