is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33520

Titill: 
 • Samanburður á líkamlegu atgervi leikmanna 2. flokks- og meistaraflokks karla í knattspyrnu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Mikið hefur verið rætt um ástæður þess hvers vegna yngri leikmenn fá lítinn leiktíma í efstu deild á Íslandi. Í þessari ritgerð reyni ég að svara þeirri spurningu hvort munur sé á líkamlegri getu milli leikmanna meistaraflokks annars vegar og 2. flokks hins vegar. Ef svo er, gæti það verið ein af ástæðunum fyrir litlum leiktíma. Ef munur á líkamlegri getu er enginn þá verður að leita að öðrum ástæðum.
  Aðferð: Gerðar voru líkamsmælingar á meistaraflokki og 2. flokk karla ÍBV í knattspyrnu. Þrenns konar mælingar voru gerðar: 30 m sprettur, Countermovement jump, og YoYo Intermittent Endurance test 2. Einnig var mæld hæð og þyngd leikmanna. Samanburður var gerður milli hópanna í prófunum, en úrvinnsla gagnanna var unnin í tölfræðiforritinu SPSS.
  Niðurstöður: Marktækur munur fannst á milli hópanna í þremur mælingum: 30m spretti, YoYo-prófi og CMJ prófi þar sem meistaraflokkur karla kom betur út úr prófunum. Ekki fannst marktækur munur á líkamssamsetningu né 10 m spretti á milli hópanna.
  Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna marktækan mun á líkamlegri getu á milli hópanna. Leikmenn meistaraflokks sýndu betri frammistöðu en 2. flokkur ÍBV. Áhugavert væri að rannsaka fleiri Pepsideilar- og 2. flokks lið til að sjá hvort niðurstöður yrðu þær sömu.

Samþykkt: 
 • 6.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc ritgerð í íþróttafræði - Hallgrímur Heimisson.pdf694.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna