is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33521

Titill: 
  • Markviss Metabolic þjálfun og áhrif hennar á líkamlega eiginleika hjá hópfimleika iðkendum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar var að skoða hvort að markviss Metabolic þjálfun hafi áhrif á líkamlega eiginleika þ.e.a.s styrk, kraft/ afl og hraða hjá hópfimleikaiðkendum. Við gerð rannsóknar var notast við íhlutunarrannsókn. Framkvæmdar voru tvær líkamsfærni mælingar á þátttakendum fyrir og eftir sex vikna íhlutun. Þátttakendur rannsóknar voru 12 stúlkur á aldrinum 12- 18 ára sem æfa hópfimleika hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Íhlutunin var sú að þátttakendur æfðu Metabolic tvisvar sinnum í viku í sex vikur. Framkvæmd voru sex líkamsfærnipróf: Beint uppstökk (CMJ), hnébeygjuhopp (SJ), snerpupróf, armbeygjupróf, kaðalklifur og 20 metra spretthlaup. Niðurstöður marktektarprófa sýndu fram á bætingar á færni þátttakenda í þremur líkamsfærniprófum: Beinu uppstökki (CMJ), armbeygjum og 20 metra spretthlaupi. Ekki fannst marktækur munur á færni í: Hnébeygjuhoppi (SJ), snerpuprófi og kaðalklifri. Niðurstöður benda til þess að Metabolic æfingakerfið samhliða hópfimleikaþjálfun hafi áhrif á líkamlega eiginleika hjá hópfimleikaiðkendum. Því má álykta að hægt sé að nýta Metabolic æfingakerfið til þess að bæta styrk, kraft/ afl og hraða hjá hópfimleikaiðkendum og þar með bæta þeirra færni í hópfimleikum.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc verkefni- Markviss Metabolic þjálfun og áhrif hennar á líkamlega eiginleika hjá hópfimleika iðkendum..pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna