Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33526
Bakgrunnur: Að horfa upp á barn sitt alvarlega veikt eða slasað á gjörgæsludeild getur valdið foreldrum miklu álagi. Upp geta komið erfðar tilfinningar hjá foreldrum í tengslum við gjörgæslulegu barns en misjafnt er hvernig þeir ná að vinna úr þeim. Fari svo að foreldri nái ekki að vinna úr þessum tilfinningum er hætta á þróun langvarandi kvíðaröskunnar, en rannsóknir sýna að 10-48% foreldra sem átt hafa barn á gjörgæsludeildum upplifa einkenni áfallastreituröskunnar.
Tilgangur: Tilgangur rannsóknar var að meta áhrif gjörgæslulegu barns á álag og líðan foreldra á Íslandi. Markmiðið var að finna út hverjir álagsþættirnir voru og hvort um sé að ræða tengsl á milli þeirra þátta og upplifun foreldra á álagi.
Aðferð: Um er að ræða framskyggnt rannsóknarsnið þar sem lagðir voru fyrir spurningalistar sem meta líðan og álag foreldra sem áttu barn á gjörgæsludeildum Landspítalans á tímabilinu janúar 2017 til til maí 2019. Spurningalistarnir voru PSS:PICU (Parental stressor scale: Pediatric intensive care unit) sem metur líðan foreldra sem nýlega hafa átt börn á gjörgæsludeild, PCL-5 (The posttraumatic stress disorder checklist) sem metur áfallastreitu og SCL-90 (Symptom cheklist) sem metur líkamlega og andlega líðan einstaklings. Skilyrði fyrir þátttöku var að gjörgæslulega barns þurfti að hafa verið lengri en 48 klst.
Niðurstöður: Samtals tóku 29 foreldrar þátt í rannsókn. Niðurstöður sýna að tækin sem barnið er tengt við og hljóðin frá þeim valdi foreldrum mestu álagi í gjörgæslulegunni, en útlit barns og inngrip fylgja þar á eftir. Mæður virðast almennt upplifa meira álag en feður og eru marktækt líklegri til að þróa með sér áfallastreituröskun. Niðurstöður sýna að um 25% foreldra uppfylla greiningarviðmið áfallastreituröskunnar skv. PCL-5 álagsmælitækinu.
Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum skýrari hugmynd um þá þættir er valda foreldrum auknu álagi þegar barn þeirra liggur á gjörgæsludeild. Út frá þessum niðurstöðum er hægt að þróa aukinn stuðning og bætta fræðslu til foreldra.
Lykilorð : Parental stress, barnagjörgæsla (PICU), álag, áfallastreituröskun (PTSD).
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Henný Björk Lokaverkefni_MS 2019 SKIL.pdf | 2.27 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
skil med ritgerd a skemmuna.pdf | 412.38 kB | Locked | Yfirlýsing |