is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33527

Titill: 
  • Áhrif fæðingardaga á líkamsmælingar og frammistöðu ungra handknattleiksiðkenda : hæfileikamótun HSÍ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mælingar á fæðingardagsáhrifum, leikjum í fámennum liðum og kasthraða hjá ungum efnilegum handknattleiksiðkenndum er megin málefni þessarar rannsóknar. Framkvæmdar voru mælingar með megindlegri rannsóknaraðferð, teknir voru saman fæðingarmánuðir einstaklinga, mæld voru stig úr leikjum í fámennum liðum, kasthraði þriggja kastaðferða (vítakast á sjö metrum, gólfskot á níu metrum með þriggja skrefa atrennu og uppstökksskot á níu metrum með þriggja skrefa atrennu). Ásamt hæðar- og líkamsþyngdar mælingar. Fyrri hluti rannsóknarinnar fór fram laugardaginn 29.desember 2018 frá klukkan 14:15 til 17:30 í húsnæði íþróttafélagi HK í Kórnum. Seinni hluti rannsóknar fór fram sunnudaginn 30.desember 2018 frá klukkan 09:00 til 12:00 í húsnæði íþróttafélagi Aftureldingar í Varmá. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort fæðingardagar hjá ungum íslenskum handknattleiksiðkendum hefðu áhrif á niðurstöðu úr mælingum á kasthraða, leiki í fámennum liðum, stökkhæð og líkamssamsettningu. Mælingarnar voru framkvæmdar á 70 einstaklingum sem tóku þátt í hæfileikamótun HSÍ. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var marktækur munur á kasthraða mældum með þremur aðferðum milli leikmanna fæddum á fyrri hluta árs og seinni hluta. Veik fylgni mældist milli þess hvenær ársins leikmenn eru fæddir og fjölda þeirra stiga sem þeir söfnuðu í leikjum í fámennum liðum. Ekki var marktækur munur á stökkhæð eftir því hvenær ársins leikmenn voru fæddir. Ekki var marktækur munur á hæð, þyngd og sitjandi hæð eftir því hvenær ársins leikmenn voru fæddir.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSC Ritgerð Magnús K .pdf484.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna