is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33530

Titill: 
  • Hreyfðu þig í vinnunni : viðhorfskönnun meðal starfsfólks í Háskólanum í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt ráðleggingum á fullorðið fólk að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Heilsuefling er talin hafa góð áhrif á bæði líkamlega- og andlega sjúkdóma. Tilgátur eru á lofti um það að 15 mínútna hreyfing á vinnustað geti haft jákvæð áhrif á heilsuna og að hún geti aukið vilja fólks til að stunda meiri hreyfingu. Markmið verkefnisins var að fá mynd á hreyfingu starfsfólks Háskólans í Reykjavík (HR) og hvernig væri hægt að bæta heilsueflingu og hreyfingu á vinnustaðnum. Notast var við megindlega rannsókn þar sem tölulegum upplýsingum var safnað um hreyfingu starfsfólks HR. Í ljós kom að meiri hluti þátttakenda þurfa að bæta við sína hreyfingu til að mæta daglegum viðmiðum. Sú hreyfing sem var oftast nefnd þegar spurt var hvaða hreyfingu þátttakendur myndu vilja bæta við sína hreyfingu var jóga, styrktarþjálfun, hjólreiðar, ganga og hlaup eða skokk. Tillögur að heilsueflingu meðal starfsfólks HR voru settar fram og má þar nefna heilsukeppni, gönguhóp, hjólreiðahóp og styrktarþjálfun á vinnutíma. Þá er bent á hvernig nýta má krafta nemenda við Háskólann í Reykjavík við hreyfingu og heilsueflingu starfsfólks.
    Lykilorð: hreyfing, heilsuefling, vinnustaðir, kyrrseta, þjálfun.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc. ritgerð í íþróttafræði - Sóley Guðmundsdóttir.pdf630.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna