is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33531

Titill: 
 • Hinsegin fólk og íþróttir : upplifun LGB íþróttafólks af íþróttahreyfingunni á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Upplifun hinsegin fólks í íþróttum á Íslandi hefur ekki verið rannsökuð áður, fyrir utan knattspyrnu og í mörgum tilfellum byrjuðu þær ritgerðir sem voru til erlendis á „þetta er í fyrsta skipti sem þetta er rannsakað“. Því var kominn tími til að viðfangsefnið fengi athygli! Markmið þessa verkefnis var að komast að því hver upplifun hinsegin fólks á Íslandi er af íþróttahreyfingunni og leita leiða til að bæta hana. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir við rannsóknina; hálfstöðluð viðtöl (n=8) við hinsegin íþróttafólk af báðum kynjum á aldrinum 19-41 árs úr einstaklings og hópíþróttum gáfu upplýsingar um upplifun hinsegin fólks af íþróttahreyfingunni á Íslandi. Niðurstöðum var skipt niður í tvö þemu: Upplifun og framtíðarskref. Niðurstöður gefa til kynna að upplifun hinsegin íþróttafólks sé almennt góð en það séu þættir sem hafi bæði jákvæð og neikvæð áhrif á upplifunina. Neikvæð áhrif koma alla jafna í gegnum staðalímyndir, neikvæða orðaræðu, brot á kynímyndum, að vera „öðruvísi“ og eitraða karlmennsku. Jákvæð upplifun kemur af kynjablönduðum íþróttum, að halda sig innan kynímynda og að stunda íþróttir með hinsegin félögum. Í kaflanum um framtíðarskref kemur fram að fræðsla og þá sérstaklega til þjálfara, fyrirmyndir og sýnilegur stuðningur muni hjálpa til við að bæta upplifun hinsegin íþróttafólks.Efnisorð:
  Hinsegin
  Samkynhneigð
  Tvíkynhneigð
  LGBT
  Íþróttafræði
  Íþróttir

Samþykkt: 
 • 6.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc Ritgerð Sveinn Sampsted.pdf798.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna