is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33532

Titill: 
  • Áhrif trefjafæðubótarefnisins kítósan á frammistöðu íþróttamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íþróttamenn leitast ávallt eftir því að bæta frammistöðu sína í íþróttum til að ná forskoti á andstæðinga sín. Þeir sem stunda markvissa þjálfun leitast oft í að beturumbæta mataræði sitt og er þá algengt að þeir noti fæðubótarefni. Eitt fæðubótarefni sem hefur verið markaðsett til lækkunar á kólesteróli og meðhöndlun offitu er trefjaefnið kítósan sem talið er að hafi góð áhrif á upptöku fituefna í meltingarveginum. Markmið rannsóknarinnar er að að skoða áhrif kítósan á þol, stökkhæð, snerpu og hraðaþol íþróttamanna ásamt því að skoða hvort mismikið magn af kítósan hafi mismikil áhrif á þol. Þátttakendur rannsóknarinnar voru nemendur í íþróttafræði og framkvæmdu þeir eitt þolpróf og þrjú önnur próf sem mældu stökkhæð, snerpu og hraðaþol. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að eftir sex vikna inngrip var marktækur munur á stökkhæð (t(4)=-9,476, p=0,01) en ekki fannst marktækur munur á hámarkssúrefnisupptöku (t(8)=1,658, p=0,136), snerpu (t(4)=0,555, p=0,608) og hraðaþoli (t(4)=-1,000, p=0,374). Einnig sýndu niðurstöður að ekki var marktækur munur á hámarkssúrefnisupptöku (f(2)=0,167, p=0,850) eftir fjölda hylkja tekna á dag. Engin neikvæð áhrif fundust á neyslu kítósan ásamt því að stökkhæðin jókst um 16,71cm. Þörf er á frekari rannsóknum þar sem úrtak er stærra og þar sem fylgst er með æfingamagni og æfingaákefð.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-pdf.pdf556.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna