is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33533

Titill: 
  • Líkamlegar mælingar á knattspyrnumönnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er að skoða mun á líkamlegum þáttum knattspyrnumanna eftir því hvaða leikstöðu þeir spila og hvort fylgni sé á milli þeirra prófa sem leikmennirnir framkvæmdu. Alls tóku 32 leikmenn þátt í rannsókninni. Þeir voru látnir framkvæma 5x30m hraðaþolspróf og einnig 10m og 30m hraðapróf. Auk þess framkvæmdu leikmenn Countermovement jump próf, Illinois snerpupróf, Yo-Yo intermittent recovery level 2 þolpróf, skothraðapróf og þá var einnig mæld hæð og þyngd leikmannanna. Marktækur munur fannst á milli leikstaðna í tveimur prófum, 30m hraðaprófinu og Yo-Yo intermittent recovery level 2 þolprófinu. Ekki fannst marktækur munur milli leikstaðna í öðrum prófum. Fylgni var á milli 10m og 30m hraðaprófanna og einnig milli Countermovement jump prófsins og þriggja prófa, 30m hraðaprófsins, Illinois snerpuprófsins og skothraðaprófsins. Eftir niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að ekki sé munur á flestum líkamlegum þáttum hjá knattspyrnumönnum eftir leikstöðum og einnig að mikil fylgni sé milli stökkhæðar og snerpu.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni-thorirkarlsson-tilbuid.pdf1.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna