is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33534

Titill: 
  • Titill er á ensku Effects of deep-water running and land-based running program on aerobic power, physical fitness and motivation on female youth footballers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Deep-water running has previously been studied as a tool for long-distance runners and as a rehabilitation tool for injured athletes. To date, long-distance runners have shown that they can use deep-water running without negatively affecting physical fitness parameters, such as VO2max compared to land-based running sessions. The main objective of this randomized controlled trial study was to examine the difference between the effects of aerobic land-based running sessions (LBR) and aerobic deep-water running (DWR) sessions on motivation and key variables in football, when applied to female youth footballers (age 14-17), with the secondary objective of examining the relationship between physical and psychological parameters. The forty-five players were randomly divided into LBR (n=22) and DWR (n=23) groups. They were all footballers at the same Icelandic club during the time of the study. The measured variables were: VO2max, vertical jumping height, kicking velocity, agility, sprint speed, intrinsic motivation, extrinsic motivation, and amotivation. The intervention took seven weeks, with two-to-three endurance session per week, per group at the start of the pre-season in January 2018. The intensity was matched with having the same amount of minutes in each intensity zones for both groups. Both groups increased in VO2max and vertical jumping height. The DWR group increased their VO2max by 1.62ml/kg/min (p<0.01, ES=0.34) and the vertical jumping height by 2.67cm (p<0.01, ES=0.62), while the LBR increased their VO2max by 1.99ml/kg/min (p<0.01; ES=0.69) and the vertical jumping height by 2.75cm (p<0.01, ES = 0.95). However, there was no interaction found between groups in any of the variables. It is possible to conclude that DWR can be used to stimulate cardiovascular fitness, without negatively affecting other key variables of football, for seven weeks at the beginning of the pre-season of youth female footballers. We also conclude that the motivational state had little-to-no effects on improvement.

  • Djúpvatnshlaup hefur áður verið rannsakað sem aðferð fyrir langhlaupara og sem endurhæfingarmeðferð fyrir meidda íþróttamenn. Rannsóknir hafa fram til dagsins í dag sýnt fram á að langhlauparar geta notað djúpvatnshlaup, án þess að það hafi neikvæð áhrif á hámarkssúrefnisupptöku, þegar borið er saman við hefðbundin hlaup á landi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða muninn á áhrifum loftháðrar hlaupaþjálfunar á landi (LH) og loftháðrar hlaupaþjálfunar í djúpu vatni (DVH) á lykilþætti í knattspyrnu og áhugahvöt hjá ungum knattspyrnukonum (14-17 ára), með það aukamarkmið að skoða tengslin milli líkamlegra og sálfræðilegra þátta. Fjörutíu og fimm leikmönnum var af handahófi skipt í LH (n=22) og DVH (n=23) hópa. Þátttakendur iðkuðu allir knattspyrnu hjá sama íslenska knattspyrnufélaginu á meðan á rannsókn stóð. Mældar breytur voru: Hámarkssúrefnisupptaka, stökkhæð, skotkraftur, snerpa, tími í 30 metra sprett, innri og ytri áhugahvöt og skortur á áhugahvöt. Íhlutunin tók sjö vikur, með tveim til þrem þolæfingum í viku á hvorn hóp í upphafi undirbúningstímabils í janúar árið 2018. Reynt var að hafa jafna ákefð í báðum hópum með því að stilla upp sama æfingamagni í hverju ákefðarhólfi hjá báðum hópum. Niðurstöður rannsóknarinnar var sú að báðir hópar bættu sig í hámarkssúrefnisupptöku og stökk hæð. DVH hópurinn jók súrefnisupptöku sína um 1.62ml/kg/min (p<0.01, ES=0.34) og stökkhæð um 2.67cm (p<0.01), ES=0.62). LH hópurinn jók súrefnisupptöku sína um 1.99ml/kg/min (p<0.01, ES=0.69) og stökkhæð sína um 2.75cm (p<0.01, ES=0.95). Það fannst engin samvirkni milli hópa í neinni af breytunum. Það er mögulegt að draga þá ályktun að hægt sé að nota djúpvatnshlaup til að örva súrefnisupptöku í það minnsta sjö vikur á undirbúningstímabili hjá 14-17 ára knattspyrnustelpum, án þess að það hafi neikvæð áhrif á aðrar breytur. Það er einnig hægt að draga þá ályktun að staða áhugahvatar hafði lítið sem ekkert að segja um áhrif íhlutunarinnar.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final Final Final Version.pdf836.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna