Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33538
Umræða um kostnaðaráætlanir sem gerðar hafa verið fyrir opinberar framkvæmdir á Íslandi hefur verið afar neikvæð um langan tíma og í því ljósi var talið áhugavert að skoða þær aðferðir sem beitt er við undirbúning og gerð kostnaðaráætlana hér á landi og bera þær saman við „bestu aðferðir“ sem þekkjast á alþjóðavísu. Í fyrri hluta rannsóknarinnar voru tekin viðtöl við einstaklinga úr röðum starfsmanna opinberra stofnana, verkfræðistofa og verktaka og með því móti voru aðferðir, þarfir og væntingar verkkaupa, ráðgjafa og verktaka endurspeglaðar. Seinni hlutinn byggði á netkönnun meðal sömu einstaklinga og kortlagði í megindráttum þá aðferðafræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlana fyrir opinberar framkvæmdir á Íslandi. Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við þær aðferðir sem ráðlagðar eru í aðferðafræði AACE og krafist er samkvæmt norska gæðastýringakerfinu KS- ordningen. Helstu niðurstöður sýna að þær aðferðir sem beitt er hér á landi eru sumpart áþekkar þessum stöðlum en þó er rými til úrbóta.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Aðferðir við kostnaðaráætlanir í opinberum framkvæmdaverkefnum á íslandi.pdf | 1.91 MB | Open | Complete Text | View/Open |