is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33544

Titill: 
 • Svefn fyrir tvo: Áhrif svefngæða og svefnlengdar á meðgöngu á útkomu fæðinga
 • Titill er á ensku Sleeping for two: The effects of sleep quality and sleep duration on obstetric outcome
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Svefn er vanræktur þáttur heilsueflingar, almennt og í barneignarþjónustu, en umfjöllun um hann í því samhengi virðist þó vera að aukast. Konur geta verið sérstaklega viðkvæmar fyrir skertum gæðum svefns á mikilvægum tímabilum lífsins eins og á meðgöngu. Svefn kvenna breytist á meðgöngu og ört vaxandi safn gagnreyndrar þekkingar sýnir að slíkar breytingar á svefni geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir líkamlegt og geðrænt heilbrigði kvenna og barna þeirra.
  Verkefnið er fræðileg samantekt sem leitast við að svara hvaða áhrif svefngæði og svefnlengd á meðgöngu geti haft á útkomu fæðinga. Tilgangurinn er að vekja máls á mikilvægi svefns í heilsueflingu barnshafandi kvenna ásamt því að taka saman gagnreynda þekkingu sem nýst getur ljósmæðrum sem starfa í meðgönguvernd og sinna fræðslu um heilsueflingu til barnshafandi kvenna. Heimildaleit fór fram í viðurkenndum gagnasöfnum á tímabilinu janúar til mars 2019 og var takmörkuð við ritrýndar fræðigreinar, gefnar út á ensku og birtar á árunum 2009-2019.
  Niðurstöður sýndu að bæði skert svefngæði og stutt svefnlengd á meðgöngu virðist geta haft áhrif á útkomu fæðinga. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á marktæk tengsl skertra svefngæða og/eða stuttrar svefnlengdar á meðgöngu við fæðingu barns fyrir tímann, auknar líkur á keisaraskurði, áhaldafæðingu og fylgjulos, lengri tímalengd virkrar fæðingar og meiri verkjaupplifun eftir valkeisaraskurð. Síðasti þriðjungur meðgöngu virðist vera mikilvægasta tímabil meðgöngu í þessum tengslum en það hefur einnig verið mest rannsakað. Eins virðist kynþáttur geta skipt máli í þessu samhengi.
  Mikilvægt er að ljósmæður spyrji um svefn og svefnvenjur í fyrstu komu í meðgönguvernd. Snemmgreining svefnvandamála, kortlagning áhrifaþátta, viðeigandi úrræði og eftirfylgni gætu haft fyrirbyggjandi áhrif ásamt því að koma í veg fyrir aukinn vanda hjá konum með skert svefnheilbrigði á meðgöngu. Ráðgjöf og tillögur að heilbrigðum svefnvenjum ætti að standa öllum barnshafandi konum til boða ásamt hvatningu til að forgangsraða svefni ofarlega í annars tímaþröngu amstri dagslegs lífs.
  Lykilorð: Svefngæði, svefnlengd, meðganga, fæðing, útkoma.

Samþykkt: 
 • 6.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Georgsdóttir - lokaskil (1) pdf.pdf397.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - lokaverkefni.pdf183.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF