Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33545
Frú Ragnheiður er heilbrigðis- og nálaskiptiþjónusta á Íslandi. Meginmarkmið Frú Ragnheiðar er að halda fólki á lífi, koma í veg fyrir óafturkræfan skaða og auka lífsgæði einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Nálaskiptiþjónusta er inngrip byggt á aðferðafræði skaðaminnkunar. Einstaklingar sem sækja þjónustu Frú Ragnheiðar búa almennt við skert lífsgæði og verri heilsufar en aðrir og nýta oft á tíðum mjög dýr heilbrigðisúrræði.
Markmið verkefnisins er að komast að því hvort samfélagslegur ávinningur sé af Frú Ragnheiði með því að taka saman þann kostnað sem inngrip á spítala kosta sem hægt væri að koma í veg fyrir og bera saman við þann kostnað sem fer í Frú Ragnheiði. Með þjóðhagslega hagkvæmni í huga var kostnaðarnytjagreining kynnt og lagt til að gera nánari kostnaðargreiningu á Frú Ragnheiði með kostnaðarnytjagreiningu með það að markmiði að fá dýpri innsýn og svör við rannsóknarspurningunni. Niðurstöður benda til þess að samfélagslegur ávinningur sé af Frú Ragnheiði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_MPM2019_EGG_lokaútgáfa.pdf | 315,04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |