is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33546

Titill: 
  • Er raunhæft að stytta afgreiðslutíma við breytingu á deiliskipulagi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu var leitast við að greina og rannsaka feril við breytingar á deiliskipulagi í Kópavogi. Tekin voru viðtöl við fagaðila sem vinna við að útbúa og taka á móti erindum um breytingar til að fá skýrari innsýn í ferlið. Einnig voru opinber gögn og fundargerðir skoðaðar þar sem rakinn var ferill breytinga sem fólu í sér verulega breytingu á deiliskipulagi þar sem tími og framvinda afgreiðslu var skráð. Í ljós kom að samþykkt á breyttu deiliskipulagi þeirra tuttugu erinda sem greind tók að meðaltali um 17 vikur. Samþykktarstigum innan sveitafélagsins var skipt í fimm hluta og var meðal biðtími milli samþykkta hvers samþykktarstigs innan bæjarins um 3,3 vikur. Eftir greingarvinnu og viðtal við starfsmann skipulagsfulltrúa var teiknaður upp ferill Kópavogsbæjar frá upphafi erindis til enda. Lög og reglugerðir eru skýr þegar kemur að breytingum og tilkynningum að undanskildum huglægum þáttum við mat á breytingum sem valdið getur ósamræmi þegar erindi eru flokkuð og athugasemdir hagsmunaaðila greindar.

Samþykkt: 
  • 6.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erling Þór Birgisson .pdf588.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna