is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33551

Titill: 
 • Konur sem glíma við offitu á barneignaraldri og á meðgöngu. Hvað er til ráða?
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Árið 2017 var rúmlega ein af hverjum fjórum konum á aldrinum 18 til 44 ára í offitu á Íslandi eða um 26,8 prósent. Offita er eitt stærsta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag og eru konur í offitu á barneingaraldri líklegri til að glíma við ófrjósemi og fósturmissi. Offitan getur haft áhrif á allt barneingarferlið og fæðinguna sjálfa.
  Rannsóknir hafa margar hverjar sýnt fram á minnkaða frjósemi kvenna sem glíma við offitu, tíðari fósturmissi og stoðkerfisverki. Þær eru líklegri til að greinast með marga meðgöngukvilla samanborið við konur í kjörþyngd. Meðgöngukvillar eins og meðgöngueitrun, meðgönguháþrýstingur og meðgöngusykursýki er tíðari hjá konum í offitu. Óhófleg þyngdaraukning kvenna, hvort sem þær eru í kjörþyngd eða offitu, yfir meðgönguna getur líka haft mikil áhrif á meðgöngu- og fæðingarútkomu og eru þær einnig í aukinni áhættu á að fá sömu meðgöngukvilla. Bæði offita kvenna og óhófleg þyngdarauking geta haft neikvæð áhrif á bæði móðurina og barnið. Einnig hefur verið sýnt fram á að konur í offitu eru lengur á fyrsta sigi fæðingar, auknar likur eru á keisaraskurði og bráðakeisaraskurði, þær eru líklegri til að þurfa í gangsetningu, aukin hætta er á blæðingu eftir fæðingu og sýkingu í skurðsári ef þær þurfa í keisaraskurð. Aukin hætta er á að þær eignist þungbura og er höfuðmál barna kvenna í offitu marktækt stærra heldur en hjá konu í kjörþyngd. Börnin eru líklegri til að þurfa að fara á nýburagjörgæslu og eru einnig líklegri til að fá lægra Apgar skor við eina mínútu og fimm mínútur.
  Ef konur þyngjast óhóflega yfir meðgönguna eru einnig auknar líkur á þessum kvillum. Í ráðleggingum er alltaf mælt með þyngdaraukningu yfir meðgönguna en mismikið og fer það eftir líkamsþyngdarstuðli í upphafi meðgöngunnar.
  Hægt er að styðja og leiðbeina konum sem koma í meðgöngu í offitu til að stuðla að hóflegri þyngdaraukningu yfir meðgönguna með forvörnum, auknu aðhaldi og fræðslu. Með aukinni fræðslu og stuðningi er hægt að minnka líkur á þeim áhættuþáttum sem fylgja offitu. . Auknin næringarfræðsla og fræðsla um mikilvægi hreyfingar getur meðal annars minnkað þá áhættu að greinast með meðgöngusykursýki og dregið úr áhættu á að þyngjast óhóflega mikið yfir meðgönguna. Þessi inngrip geta aukið líkur á áframhaldandi breyttum heilbrigðum lífsstíl eftir meðgöngu.
  Lykilorð: Offita, meðganga, fæðing, meðgöngukvillar, fæðingakvillar, nýburi

Samþykkt: 
 • 7.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing copy.pdf203.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni._GuðrúnHulda_lokaútgáfa_4*.pdf290.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna