is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33552

Titill: 
 • Notkun O-boga í samhengi við aðra myndgreiningu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Með tilkomu nýs O-boga á Landspítala hófst notkun hans árið 2016 og lágu þá ekki fyrir upplýsingar um geislaskammta vegna notkunar hans á Íslandi. Við skurðaðgerðir á hrygg og öðrum viðkvæmum hlutum mannslíkamans er nákvæmni mikilvægur þáttur. Myndgreining í aðgerð með O-boga, ásamt notkun leiðsagnarkerfis, veitir nákvæmni við skurðaðgerðir sem aðstoðar skurðlækna að fá fram tölvusneiðmyndir af sjúklingi eins og hann liggur á skurðborðinu, ásamt röntgen- og skyggnimyndum. O-bogi hefur hlotið gagnrýni fyrir háa geislaskammta í samanburði við skyggnirannsóknir í samskonar aðgerðum en hefur einnig hlotið lof fyrir 3D myndir og möguleika leiðsagnarkerfis í aðgerð.
  Markmið: Helstu markmið rannsóknarinnar voru í fyrsta lagi að skoða notkun O-bogans og geislaskammta sjúklinga í rannsóknum. Í öðru lagi að skoða tilvik og geislaskammta sömu sjúklinga við ýmsar myndgreingaraðferðir fyrir og eftir aðgerð. Einnig var áætlað geislaálag sjúklinga út frá geislaskömmtum rannsóknanna. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður annara.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk gagnarannsókn á geislaskömmtum í O-boga á Landspítala. Sjúklingahópur voru allir þeir sjúklingar sem gengust undir aðgerð með notkun O-boga á tímabilinu 1. júní 2016 - 31. mars 2019. Geislaskammtar sjúklinga í O-boga voru skoðaðir í samanburði við geislaskammta sams konar tölvusneiðmyndarannsókna af sama svæði, framkvæmdar á Landspítala, sem og rannsóknum um geislaskammta O-boga í öðrum löndum. Notkun stillingaratriða O-boga voru einnig tekin fyrir og borin saman við notkun á O-boga út frá rannsóknum í öðrum löndum. Fyrir tímabilið 1. janúar 2016 – 31. mars 2019 voru skoðuð tilvik myndgreiningarrannsókna af sama svæði, 6 mánuðum fyrir og 6 mánuðum eftir aðgerð, og skráðir geislaskammtar þeirra rannsókna. Rannsóknir og gagnasöfnun fóru fram á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Skoðað var röntgenbeiðnir, röntgensvör og geislaskammtaskýrslur sem vistaðar voru í O-boga og myndageymslu röntgendeildar Landspítala.
  Niðurstöður: Meðaltal lengdargeislaskammts (DLP) var 851,67 mGycm og meðaltal flatargeislaskammts (DAP) var 1976,87 mGycm2 í O-boga. Meðalgeislaskammtur var hæstur fyrir sjúklinga í offituflokki (M 1140 mGycm) og lægstur fyrir sjúklinga í undirþyngd (M 441 mGycm). Meðalgeislaskammtur í röntgenrannsóknum var 20.037 mGycm2 og 624 mGycm (DLP) við tölvusneiðmyndarannsóknir. Algengast var, í 58% tilvika, að notast væri við HD dose prógram og að væri teknar tvær myndaraðir í aðgerð. Röntgenrannsóknir voru algengasta myndgreiningaraðferð bæði fyrir og eftir aðgerð. Áætlað meðalgeislaálag sjúklinga í O-boga var 12,79 mSv, 12,36 mSv við tölvusneiðmyndarannsókn og 4,17 mSv við röntgenrannsókn.
  Ályktun: Að mati rannsakanda benda niðurstöður til þess að bestun á verkferlum á notkun O-boga á Landspítala eiga rétt á sér. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru geislaskammtar fyrir þá sjúklinga sem fóru í aðgerðir með notkun O-boga hærri þegar þeir voru bornir saman við rannsóknir annarstaðar. Notkun á HD dose prógrami má mögulega minnka og nýta geislasparandi tækni O-boga þegar mögulegt er. Til að stuðla að ALARA er betra að nota LD dose og Standard prógröm þegar á við, sérstaklega þegar mynduð eru börn.

Samþykkt: 
 • 7.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun O-boga í samhengi við aðra myndgreiningu á LSH Diplómaritgerð KLL maí skemma PDF.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
katrín lokaverkefni fylgi.pdf184.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF