is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33555

Titill: 
 • Störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á heilsugæslustöðvum í birtum opinberum gögnum: Afturskyggn lýsandi rannsókn
 • Titill er á ensku Representation of nurses´ and midwifes´ practices in health care centers by public data: Retrospective descriptive research
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Stefnumótun og skipulag í heilbrigðismálum á Íslandi er í höndum heilbrigðisráðherra. Heilsugæslan skal að jafnaði vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar eru ein stærsta fagstéttin sem starfar á heilsugæslustöðvum. Til þess að efla starf og gæði heilsugæslu þarf því að hafa augun opin fyrir sóknarfærum og tækifærum til eflingar hjúkrunarþjónustu. Það skiptir því máli að skilja hvaða menntun og þekkingu hjúkrunarfræðingar hafa til að geta nýtt hana sem best og hver kjarni starfs hjúkrunarfræðinga er. Heilbrigðisþjónusta er um 20% af heildarútgjöldum ríkisins og er nútíma heilbrigðisþjónusta er dýr og er því enn mikilvægara að nýta þá fjármuni sem eru til staðar á sem hagkvæmastan hátt. Þetta á við þegar að velja þarf lyf, rannsóknir, inngrip og fleira, en á einnig við val á vinnuafli, þ.e. heilbrigðisstarfsmanninum. Opinber gögn geta varpað ljósi á starfsemi stofnana og ákveðinna starfsstétta, og þá skiptir máli að þau gefi rétta mynd.
  Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig verk hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu birtast í opinberum gögnum, skoða þau í samhengi við verk lækna og hver munurinn er á milli heilsugæslustöðva. Þær spurningar sem leitað verður svara við eru tvær: 1. Hvernig birtast störf hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og lækna á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu árin 2010-2015 í opinberum gögnum? 2. Hvernig endurspeglast starfsþættir Heilsugæslulíkansins í opinberum gögnum hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu árin 2010-2015?
  Aðferðafræði: Afturskyggn lýsandi rannsóknaraðferð. Valið var að skoða allar heilsugæslustöðvar sem starfandi voru á höfuðborgarsvæðinu árin 2010-2015 í gögnum sem Embætti landlæknis birtir um starfsemi þeirra.
  Niðurstöður: Heildarfjöldi samskipta á hvern hjúkrunarfræðing / ljósmóður voru að meðaltali 1827 á ári á tímabilinu, og meðaltal samskipta á hvern lækni voru 4803 á ári. Viðtöl voru meirihluti samskipta hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, 55%, símtöl næstflest eða 31% og vitjanir þar á eftir, 14%. Símtöl lækna eru flest 44%, viðtöl 42%, önnur samskipti 14% og vitjanir náðu ekki einu prósenti. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sinna samanlagt 30% samskipta stéttanna þriggja en stöðugildi þeirra eru 53%. Læknar hins vegar sinna 70% samskiptanna en stöðugildi þeirra eru 47%. Í þeim gögnum sem birt eru á vef Embættis landlæknis endurspeglast starfsþættir Heilsugæslulíkansins ekki með neinum hætti hjá starfsstéttunum sem voru hér til rannsóknar.
  Ályktun: Fram komu vísbendingar um að skráning á stöfum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra hafi ekki komið að fullu fram í opinberum gögnum, en skráning á störfum lækna virtist gera það. Sú mynd sem gögnin virtust gefa veltir upp frekari spurningum um tilgang birtingarinnar og áhrifum hennar á ákvarðanir um störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í stjórnsýslunni. Kallar þetta á frekari rannsóknir á skráðum gögnum um störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.
  Lykilhugtök: heilsugæslustöð, viðtal, símtal, vitjun, stöðugildi, opinber gögn.

Samþykkt: 
 • 7.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf1.08 MBLokaður til...01.06.2079HeildartextiPDF
Yfirlýsing lokverkefnis.jpg67.97 kBLokaðurYfirlýsingJPG