is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33558

Titill: 
 • Þunglyndi á meðgöngu: Lyfjalaus meðferðarúrræði til bættrar geðheilsu
 • Titill er á ensku Antepartum depression: Non- pharmacological interventions to improve mental health
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Þunglyndi á meðgöngu er talin vera alvarleg ógn við heilbrigði kvenna á heimsvísu en fjöldi kvenna þróar með sér þunglyndiseinkenni á meðgöngu. Greining á þunglyndi meðal barnshafandi kvenna getur verið krefjandi þar sem eðlileg þungunareinkenni geta skarast á við þunglyndiseinkenni, líkt og breyting á svefni, matarlyst, úthaldi og orku. Rannsóknir hafa sýnt fram á að afleiðingar ómeðhöndlaðs þunglyndis á meðgöngu geta verið alvarlegar, bæði fyrir hina verðandi móður og ófætt barn hennar. Algengi þunglyndislyfjanotkunar meðal barnshafandi kvenna hefur aukist á heimsvísu þrátt fyrir að notkun þeirra geti verið skaðleg fóstri og aukið á mögulega fylgikvilla meðgöngu. Ákveðinn hópur barnshafandi kvenna kýs því að takast á við þunglyndiseinkenni án lyfjanotkunar.
  Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að afla upplýsinga um lyfjalaus meðferðarúrræði við þunglyndi á meðgöngu. Tilgangur verkefnisins var að skapa þekkingu sem ljósmæður sem sinna þunguðum konum sem glíma við þunglyndi geta nýtt sér til að bæta þjónustu við þennan hóp. Eftirfarandi rannsóknarspurningu var svarað: Hvaða lyfjalausu úrræði hafa tengst bættri geðheilsu barnshafandi kvenna á meðgöngu? Til þess að svara spurningunni var framkvæmd fræðileg samantekt þar sem gerð var heimildaleit í viðurkenndum gagnagrunnum, leitað var að rannsóknargreinum um lyfjalaus meðferðarúrræði við þunglyndi á meðgöngu og skilaði sú leit 22 rannsóknargreinum.
  Öll þau lyfjalausu meðferðarúrræði sem skoðuð voru við gerð þessarar fræðilegu samantektar sýndu fram á bætta andlega líðan barnshafandi kvenna með þunglyndi. Þessi úrræði voru athafna¬semismeðferð, hópmeðferð, hreyfing, hugræn atferlismeðferð, jóga, nálastungur, nudd, núvitund og samskipta¬meðferð. Til að þess að draga úr hindrunum þess að barnshafandi konur sem glíma við þunglyndi leiti sér meðferðar er mikilvægt að ljósmæður þekki til fjölbreyttra meðferðarúrræða og aðlagi starf sitt að breyttum kröfum og breytingum samfélagsins.
  Skortur er á klínískum vinnuleiðbeiningum fyrir lyfjalausum meðferðarúrræðum sem barnshafandi konur með þunglyndi geta nýtt sér, en niðurstöður þessarar fræðilegu samantektar gætu jafnvel nýst við gerð slíkra leiðbeininga.

 • Útdráttur er á ensku

  Antepartum depression is considered a serious threat to women‘s health worldwide, as a great number of women shows symptoms of depression during pregnancy. However, diagnosing depression among pregnant women poses a challenge, considering the fact that normal signs of pregnancy can overlap with symptoms of depression, such as changes in sleep routine, appetite, stamina and energy. Research shows that antepartum depression can have grave consequences, if untreated, for both the expectant mother and her unborn child. The use of antidepressant drugs has become more widespread throughout the world, despite potential risk to the foetus and possible complications during pregnancy. A number of women therefore decides to cope with symptoms of depression without the use of antidepressants.
  The objective of this study was to gather information about non-pharmacological treatments of antepartum depression. The aim of the project was to amass knowledge, which midwives might use when attending to pregnant women, who are showing signs of mental distress, in order to better their form of treatment. The following research question was also answered: Which non-pharmacological interventions have been shown to have positive effects on the mental health of pregnant women? To answer the question, a literature review was made, compiling and looking through information in acknowledged databases, in a search of studies on non-pharmacological interventions of depression during pregnancy, turning up 22 research articles.
  All of the non-pharmacological interventions which were examined during this study were shown to have positive effects on the mental health of pregnant women dealing with depression. These treatments were behavioural activation, group therapy, exercise, cognitive behavioural therapy, yoga, acupuncture, massage treatment, mindfulness practice and interpersonal therapy. To ensure the availability of treatment for pregnant women, dealing with depression, it is important that midwives stay aware of the various treatment plans that are available, adjusting their methods to different demands and societal changes.
  Clinical work instructions for non-pharmacological interventions of antepartum depression available to pregnant women are lacking, but perhaps the results of this study will be of use in the writing of such instructions.

Samþykkt: 
 • 7.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þunglyndi á meðgöngu PDF. Edda Rún Kjartansdóttir. Lokaskil í skemmuna. .pdf587.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing f. Skemmuna Edda Rún.pdf191.74 kBLokaðurPDF