is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33559

Titill: 
 • Þjálfun afreksíþróttakvenna á meðgöngu
 • Titill er á ensku Elite female athletes and pregnancy
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikið hefur verið skrifað um hreyfingu á meðgöngu en miðar flest að því sem hefur verið rannsakað við konur sem hreyfa sig um 30-60 mín á dag, 3-4 sinnum í viku. Mjög lítið hefur verið skrifað um hreyfingu á meðgöngu fyrir keppnisíþróttakonur, (e. elite athletes eða highly trained athletes) eða þær konur sem vanar eru að æfa oftar og undir miklu álagi. Það virðist vera skortur á leiðbeiningum um hreyfingu á meðgöngu fyrir þennan hóp. Það getur því verið mikil áskorun fyrir heilbrigðisstarfsfólk að veita þessum hópi kvenna ráðleggingar um þjálfun á meðgöngu. Í þessari fræðilegu samantekt er leitast við að svara tveimur rannsóknarspurningum: 1) Hversu mikið mega konur sem eru í góðri þjálfun og vanar miklu álagi, æfa á meðgöngu án þess að stefna fóstrinu í hættu? 2) Hvaða áhrif hefur mikil þjálfun á meðgöngu á konuna annars vegar og fóstrið hins vegar?
  Aðferðir: Leitað var í gagnagrunnum Pubmed, Web of Science, GoogleScholar, og Proquest. Leitarorðin voru: pregnancy, pregnant, elite athletes, highly trained, exercise, fetus. Miðað var við 25 ára tímabil eða frá árunum 1994-2019. Mikið fannst af greinum varðandi hreyfingu á meðgöngu almennt, erfiðara var að finna sérstaklega um afreksíþróttakonur og var því einnig notuð snjóboltaaðferð við öflun heimilda.
  Það virðist vera að þær konur sem voru að æfa mikið áður en þær urðu þungðaðar geta haldið því áfram á meðgöngu, án þess að setja líf ófædda barnsins í hættu, svo lengi sem meðgangan er eðlileg. Flestar rannsóknir sem hafa skoðað áhrif mikillar æfingarákefðar á fóstur benda til að álag upp að 90% af hámarksálagi sé óhætt fyrir bæði móður og barn og hafi jákvæð áhrif á móður og barn. Engar rannsóknir fundust sem sýndu að hátt æfinga- magn og ákefð á meðgöngu hefðu neikvæð áhrif á móður eða fóstur.
  Leitarorð: pregnancy, pregnant ,elite athletes, highly trained, exercise, fetus

 • Útdráttur er á ensku

  There is considerable literature and research about training during pregnancy and it´s effects on the fetus and/or the mother. The focus has almost exclusively been on healthy pregnant women in the general population who usually train about 30-60 minutes, three or four times a week. Very few studies have focused on training in pregnancy for elite athletes, who are highly trained and used to extensive training volume. There seems to be a lack of exercise guidelines specifically for these women. Therefore it can be challenging for healthcare professionals to provide this group of women with advice on training during pregnancy.
  The aim of this review is to answer two questions regarding this topic. 1) How much training intensity is safe for highly trained athletes in pregnancy without risking their own health and the health of the fetus? 2) What are the effects of high intensity training in pregnancy on the woman, and on the fetus?
  To answer these questions literature searches were done on the internet, using the databases; Pubmed, Web of Science, GoogleScholar, and Proquest. The search terms were: pregnancy, pregnant, elite athletes, highly trained, exercise, fetus. The time periods of the search was 25 years, 1994-2019. Many studies and literature reviews were found about the healthy pregnant women in the general population but in the literature elite athletes in pregnancy was scarce. The snowball method was therefore used in this review. The main results were that highly trained women can continue their former training patterns , and training intensity without putting the health of the fetus at risk as long as they are healthy during their pregnancy. Results from the studies found that these women can continue their training patterns without any risk to their fetus or pregnancy as long as the training intensity is below 90%. No research was found about negative effects of high intensity training in pregnancy.
  Keywords: pregnancy, pregnant, elite athletes, highly trained, exercise, fetus

Samþykkt: 
 • 7.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjálfun afreksíþróttakvenna á meðgöngu.pdf448.34 kBOpinnPDFSkoða/Opna
mynd lokaverkefni.jpg187.86 kBLokaðurJPG