Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33568
Verkefnið Alice er sjálfstætt verkefni sem snýst um að búa til hugbúnað og vélbúnað sem eru notaðir til að örva heilann með það í huga að minnka áhrif Alzheimer’s sjúkdómsins. Það eru tvær afurðir í verkefninu. Ein afurðin eru gleraugu þar sem glerið verður dökkt, líkt og sólgleraugu, og ljóst til skiptis sem gefur svipuð áhrif og blikkandi ljós. Hin afurðin er hugbúnaður sem að breytir hljóðskrám, svo sem lögum eða hljóðbókum, þannig að þegar hlustað er á þær þá örva þær heilann. Þetta er gert með því að láta hljóðstyrkinn flakka á milli hægra og vinstra eyrans.
Í þessu verkefni erum við að valda 40Hz örvun á heilann með hugbúnaðinum og vélbúnaðinum okkar. Ástæðan fyrir því að við erum að vinna með 40Hz er að rannsóknir á músum og mönnum með Alzheimer’s benda til þess að 40Hz örvun hafi sterkari áhrif á sjúkdóminn heldur en aðrar tíðnir.
Í verkefninu er líka framkvæmt tilraunir til að sýna fram á að þessum áhrifum sé náð. Það sem að við viljum sýna fram á er að 40Hz örvun eigi sér stað þegar afurðir þessa verkefnis, gleraugun og hugbúnaðurinn Alice, eru notaðar. Þetta er sýnt fram á með heilariti (EEG) sem sýnir örvun heilans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskýrsla_Alice.pdf | 649,15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
TD_Alice_Kapa.pdf | 2,38 MB | Opinn | Kápa | Skoða/Opna | |
Alice_lokun_Skemman.pdf | 480,65 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |
Athugsemd: Lokaskýrsla inniheldur forsíðu. Ekki var vitað hvort forsíða ætti hér við eða hvort kápa ætti að fylgja með. Við látum því bæði forsíðu og kápu fylgja.