is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3357

Titill: 
 • Grindarbotnsþjálfun með raförvun og án hennar sem meðferð við áreynsluþvagleka
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Þvagleki er algengt vandamál hjá konum og talið er að 12 -55% kvenna finni fyrir þvagleka einhvern tímann á ævinni. Það er því mikilvægt að finna árangursríka meðferð við honum.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna gagnsemi og árangur grindarbotnsþjálfunar með og án raförvunar sem meðferð við áreynsluþvagleka hjá konum.
  Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þægindaúrtak 24 kvenna á aldrinum 27-73 ára sem greindar höfðu verið með áreynsluþvagleka. Útilokaðar voru barnshafandi og konur með bráðaþvagleka. Þátttakendum var skipt í tvo hópa með slembivali, hópur 1 stundaði hefðbundna grindarbotnsþjálfun en hópur 2 notaði raförvun að auki.
  Mat og mælingar: Styrkur og úthald grindarbotnsvöðva var metinn á Oxford kvarða með þreifingu og vöðvarafriti (Myomed 930 Enraf Nonius), sem sýnir hámarks-, lágmarks-, heildar-, og meðalspennu í samdrætti og hvíld. Konurnar svöruðu spurningalista ICSsf fyrir og eftir meðferð um magn og gerð þvaglekans, áhrif á lífsgæði, félagslíf og kynlíf. Þær mátu einnig þvaglekann á VAS kvarða fyrir og eftir meðferð.
  Meðferð: Konur í báðum hópum gerðu grindarbotnsæfingar 2svar á dag, spenntu í 7 sekúndur með 7 sekúndna hléi á milli í alls 15 mín. Konur í hópi 2 notuðu auk þess rofna raförvun á grindarbotnsvöðva um leggöng samtímis æfingunum.
  Niðurstöður: Ekki var lýðfræðilegur munur á hópunum í upphafi meðferðar að aldri undanskildum en þá voru konur í hópi 2 marktækt yngri. Eftir meðferð höfðu báðir hópar marktækt aukið styrk í grindarbotnsvöðvum (p=0,007; p=0,005) og höfðu marktækt minni þvagleka (p=0,008). Hópur 2 hafði auk þess marktækt lægri lágmarks spennu (slökun) (p=0,013) á EMG. Munur á árangri milli hópanna var hvergi marktækur. Hjá 70% kvennanna var þvaglekinn minni eða horfinn.
  Ályktun: Grindarbotnsþjálfun er árangursrík við áreynsluþvagleka bæði með og án raförvunar. Ekki sást munur milli meðferðarhópa hvað varðar árangur og virðist raförvun til viðbótar grindabotnsþjálfun ekki bæta árangur meðferðar hjá konum með áreynsluþvagleka. Raförvunarhópurinn náði hins vegar betri slökun í grindarbotnsvöðvum eftir meðferð. Raförvun gæti því verið heppilegur kostur í meðferð vandamála þar sem yfirspenna er í grindarbotni t.d. við lélega blöðrutæmingu (dysfunctional voiding). Sterk fylgni áreynsluþvagleka við ósérhæfða verki frá mjóbaki og spjaldliðum gerir það að verkum að við meðferð vandamálsins er mikilvægt að líta til fleiri þátta en grindarbotnsvöðva eingöngu.

Athugasemdir: 
 • Vantar forsíðu og titilsíðu
Samþykkt: 
 • 6.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldora_Eyjolfsdottir_fixed.pdf703.19 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna