is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33571

Titill: 
  • Hentugleiki staðlaðra mælinga til að meta líkamsástand, styrk og hreyfigetu fatlaðs afreksíþróttafólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur þessarar þversniðsrannsóknar var að athuga hvort að stöðluð próf, sem að meta líkamsástand, styrk og hreyfigetu, henti fyrir fatlað afreksíþróttafólk.
    Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinanr voru 20 talsins og æfðu þau sund eða frjálsar íþróttir. Fjöldi kvenna var 11 (55%) og fjöldi karla var 9 (45%). Aldursbil þátttakenda var 14-32 ár og var meðalaldur þátttakenda 20,6 ár. Þátttakendur voru með þroskahömlun, heilalömun, sjónskerðingu, taugahrörnunarsjúkdóm, dvergvöxt eða klofinn hrygg. Þeir þreyttu níu próf eða mælingar. Þrennar líkamsmælingar; hæð, þyngd og ummálsmælingar. Tvenn fínhreyfipróf; byggja 12 kubba turn og raða 18 kubbum á spjald. Þrenn líkamshreystipróf; armbeygjupróf, kviðkreppupróf og uppstökkspróf og próf sem metur hreyfigetu og hreyfimynstur; FMS.
    Niðurstöður: Niðurstöður sýna að mælingar sem meta líkamsástand henta vel fyrir íþróttafólk með fjölbreyttar fatlanir. Þegar kemur að prófum sem að meta styrk eiga sjónskertir (n=4/4) og þroskahamlaðir (n=7/7) nokkuð auðvelt með að framkvæma prófin og sama á við þegar hreyfigeta er metin. Styrktarprófin henta síður (n=5/6) sem og hreyfigetuprófin (n=3/6) þeim sem eru með miklar líkamlegar skerðingar eins og fjórlömun. Fínhreyfipróf henta betur þeim sem eru með meðalmiklar til miklar líkamlegar skerðingar eins og heilalömun (n=6/6).
    Umræður og ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að aðlaganir þurfi að eiga sér stað í sumum prófum, t.d. í FMS prófinu, svo að fleiri þátttakendur geti tekið þátt. Frammistaða þátttakenda í prófunum fór eftir því hversu mikil skerðing þeirra var. Prófin sem valin voru fyrir þessa rannsókn og þessa hópa hentuðu nokkuð vel þeim sem voru með þroskahömlun og heilalömun og gátu gefið ágæta mynd á líkamlegu ástandi og hreysti fatlaðs afreksfólks. Þörf er á meira aðlöguðum eða öðrum auðveldari prófum fyrir þá sem að eru með mikla líkamlega skerðingu og hafa litla hreyfigetu.

Samþykkt: 
  • 12.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hentugleiki staðlaðra mælinga til að meta líkamsástand, styrk og hreyfigetu fatlaðs afreksíþróttafólks.pdf942.3 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF
kolbrun sj.pdf383.74 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna