is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3358

Titill: 
 • Sjónmál náttúrunnar. Fagurfræði og heimsmynd í vestrænu landslagsmálverki 1500-1900
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sjónmál náttúrunnar. Fagurfræði og heimsmynd í vestrænu landslagsmálverki 1500-
  1900 fjallar um evrópska landslagsmálverkið á tímabilinu 1500 til 1900. Fyrsti hluti
  lýtur að landslagshefð í verkum ítalskra endurreisnarlistamanna í Feneyjum þar sem
  um 1500 bar á auknu vægi landslags samfara húmanisma og vaxandi áhuga á
  umhverfinu. Í öðrum hluta er fjallað um hollenska skólann í landslagsmálun á 17. öld
  í samhengi þjóðfélagsrýmis sem tengist snemmbærum áhrifum nútímavæðingar. Þá er
  rakin þróun fransk-ítalskrar hefðar í landslagsmálun á 17. öld, einkum með umfjöllun
  um verk franskra listamanna sem búsettir voru í Róm og voru undir áhrifum frá
  fornaldarmenningu og sveitalífshefð feneyska skólans áðurnefnda. Leitast er við að
  lýsa hvernig fransk-ítalska landslagshefðin myndaði grundvöll akademískrar
  listkennslu. Í þriðja hluta er landslagsmálun á 18. öld í Frakklandi, á Englandi og á
  Ítalíu gerð skil. Landslagshefðin er sett í samhengi við þróun í hugmyndasögu
  aldarinnar: ræddar eru birtingarmyndir nýrra hugmynda um náttúruna, hugmynda sem
  tengjast upplýsingarstefnunni. Sagt er frá helstu einkennum nýklassíkur í
  landslagsmálverki en nýklassík var ráðandi stefna á síðustu áratugum aldarinnar.
  Fjórði hluti fjallar um landslagsmálun á Englandi og í Frakklandi á 19. öld í tengslum
  við fjórar meginstefnur. Fyrst er leitast við að greina nýjar áherslar er fylgja
  rómantísku stefnunni, sem var leiðandi stefna fram til um 1840 og fól í sér rof frá
  akademísku kennivaldi og klassískri landslagshefð. Þá er gerð grein fyrir tilkomu
  ljósmyndarinnar, pósitívisma og raunsæisstefnu í málaralist og ýmsum myndrænum
  nýjungum í því samhengi. Að lokum er fjallað um áherslur impressjónismans, sem
  kom fram á sjónarsviðið um 1870, og viðbrögðum við honum í síðimpressjónismanum
  undir lok aldarinnar. Megináherslur 4. hluta tengjast þeirri
  róttæku endurskoðun og samræðu við hefðina sem þá þróaðist og leiddi m.a. til
  aukinnar áherslu á einstaklingsbundna reynslu og tjáningu, mun sýnilegri pensiltækni
  en áður þekktist og áherslu á innri lögmál málverksins.
  Í þessu sögulega yfirliti og greiningu á lykilverkum í þróun vestrænnar
  landslagsmyndlistar er litið til hugmyndafræðilegra þátta er tengjast þjóðfélagsgerð, hugmyndasögu, nútíma- og tæknivæðingu – þátta sem varpa ljósi á tengsl fagurfræði og heimsmyndar, menningar og náttúru.

Samþykkt: 
 • 6.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna_Johannsdottir_fixed.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna