is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33580

Titill: 
  • Titill er á ensku Evaluating knowledge transferability in chess endgames using deep neural networks
  • Mat á flytjanleika þekkingar í skák endatöflum með djúptauganetum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Transfer learning is becoming an essential part of modern machine learning, especially in the field of deep neural networks. In the domain of image recognition there are known methods to evaluate the transferability of features which are based on evaluating to what degree a feature extractor can be considered general to the domain, or specific to the task at hand. This is of high importance when aiming for a successful knowledge transfer since one typically wants to transfer only the general feature extractors and leave the specific ones behind. The general features in the case of image classification can be considered local with respect to each pixel, since the feature extractors in early layers activate on simple features like edges, which are localized within a certain radius from a given pixel. One might then ask the question, whether similar methods are also applicable in other domains than image classification, and of special interest are domains characterized by non-local features. Chess is as excellent example of such a domain since a square's locality can not be defined by the adjacent pixels alone. One needs to take into account that a single piece can traverse the whole board in a single move. We show that this method is applicable in the case of chess endgame tablebases, in spite of structural differences in the feature space, and that the distribution of the learned information within the network is similar as in the case of image classification.

  • Yfirfærslunám er orðið nauðsynlegur hluti af nútíma vélnámi, sérstaklega á sviði djúp-tauganeta. Á sviði myndgreiningar eru til þekktar aðferðir til að meta flytjanleika eiginleika í yfirfærslunámi sem byggjast á því að meta hvaða hlutar tauganetsinns finna almenna eiginleika á borð við línur og litaskil, og hvað hlutar finna sértæka eiginleika á borð við andlit eða hús. Þetta er mikilvægt þegar framkvæma á árangursríkt yfirfærslunám því oft reynist best að flytja einungis þá hluta netsinns sem eru almennir. Í myndgreiningu þá teljast þessir almennu eiginleikar vera staðbundnir með tilliti til hvers díls því hægt er að skilgreina hvort díll sé hluti af línu eða ekki með því að skoða einungis þá díla sem eru innan vissrar fjárlægðar frá dílnum. Þá er hægt að spyrja sig hvort þessar sömu aðferðir eigi við í öðrum óðölum sem einkennast af óstaðbundnum almennum eiginleikum. Skák er mjög gott dæmi um slíkt óðal þar sem ekki er hægt að skilgreina nánd hvers reits með því að horfa einungis á nágranna hans. Taka þarf tillit til þess að sumir taflmenn geta farið þvert yfir borðið í einum leik. Niðurstaða okkar er að áðurnefndar aðferðir úr óðali myndgreiningar til þess að meta flytjanleika eiginleika, eiga vel við í óðali endatafla í skák þrátt fyrir þennann mun á eiginleikum óðalanna, og að lögun og dreyfing upplýsinga innan tauganetsinns er áþekk.

Styrktaraðili: 
  • RANNÍS grant “Hermi- og brjóstvitstrjáleit í alhliðaleikjaspilun og öðrum flóknum ákvörðunartökuvandamálum”
Samþykkt: 
  • 12.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_thesis_in_CS_at_RU_-_Frimann_Kjerulf.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna