is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33590

Titill: 
  • Uppbygging afburðateyma í stafrænum umbreytingaverkefnum í íslenskum bönkum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur umhverfi íslenskra banka breyst hratt, ekki síst vegna breyttra krafna markaðarins. Þarfir viðskiptavina hafa færst frá því að sækja þjónustu í nærtækum útibúum yfir í aukna sjálfsafgreiðslu á öllum tímum sólahringsins. Íslenskir bankar þurfa að hafa sig alla við að halda í við þróun nýrra stafrænna fjármálalausna. Samkeppnin er mikil og fer harðnandi með komu nýrra fjártæknifyrirtækja, íslenskra sem og erlendra. Þessi fyrirtæki og bankarnir keppast við að bjóða upp á nýjar og samkeppnishæfar fjártæknilausnir.
    Markmið þessa verkefnis er að rýna hvernig verkefnastjórar í íslenskum bönkum huga að teymisvinnu í stafrænum umbreytingarverkefnum og hvernig það samræmist Grunnviðmiðum um hæfni verkefnastjóra sem gefin eru út af Alþjóðaverkefnastjórnunarsambandinu (IPMA).
    Í þessum tilgangi, voru tekin viðtöl við þrjá verkefnastjóra með reynslu af verkefnastjórnun stafrænna umbreytingarverkefna hjá íslenskum bönkum. Viðtöl þessi gáfu til kynna að uppbygging teyma í stafrænum umbreytingarverkefnum sé margþætt. Þó mátti greina nokkra eiginleika árangursríkra teyma: vandað val á teymismeðlimum, teymi með ákvörðunarvald, skýr hlutverk og ábyrgð teymismeðlima, hópefling strax í upphafi verkefnis, góð samskipti og tenglasmyndun og sameiginlegt markmið.

Samþykkt: 
  • 13.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SnidMat2019_VF.pdf268.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna