is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33592

Titill: 
 • Ferlagreining : óskaferli Einstakra barna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ávinningur ferlagreiningar í þeim tilgangi að bæta gæði vöru og þjónustu er óumdeildur. Hefur þessi aðferð reynst vel til að straumlínulaga ferla og auka skilvirkni þeirra. Aðferðin felur í sér að greina ferli og vandamál á kerfisbundinn hátt í þeim tilgangi að gera á því úrbætur.
  Í þessari rannsókn er lagt upp með að greina það ferli sem fer af stað eftir að barn greinist með sjaldgæfan sjúkdóm eða heilkenni með tillit til þjónustu og gera grein fyrir þeim vandamálum sem foreldrar reka sig á við núverandi fyrirkomulag. Sett var upp á myndrænan hátt með BPMN aðferðafræðinni óskaferli sem á að lýsa hinu fullkomna ferli á þjónustu og verklagi eftir greiningu út frá þörfum foreldra og málsvara þeirra.
  Í dag eru engin skilgreind ferli til á riti og upplifa foreldrar þjónustuna oft ófullnægjandi og upplýsingaflæði ábótavant. Lagt er upp með að kortleggja óskaferlið, gera grein fyrir þörfum foreldra með það að markmiði að jafna þjónustig sem þau njóta við aðra viðkvæma hópa og um leið tryggja þeim þá þjónustu um leið og hennar er þörf. Afurð verkefnissins hefur hagnýtt gildi fyrir foreldra einstakra barna, málsvara þeirra og alla þá sem að ferlinu koma til upplýsinga og aðhalds.
  Um er að ræða eigindlega rannsókn, en við öflun gagna var stuðst við viðtöl við fagaðila sem hafa faglega aðkomu að börnum með sjaldgæfa sjúkdóma. Þá var einnig haldin vinnusmiðja með foreldrum einstakra barna þar sem núverandi ferli var greint, vandamálin skilgreind og lagður grunnur að hinu eiginlega óskaferli.

Samþykkt: 
 • 13.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni 2019 Óskaferli Einstakra barna loka2.pdf508.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna