is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33595

Titill: 
  • Laun forstjóra skráðra íslenskra félaga: Samband launa við stærð og rekstrarárangur 2014-2018
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er sett fram greining á launum forstjóra hjá skráðum íslenskum fyrirtækjum og samband launanna við stærð fyrirtækjanna og rekstrarárangur þeirra. Þetta samband hefur talsvert verið rannsakað erlendis og hefur sjónum þá sérstaklega verið beint að árangurstengingum launa. Hér heima hefur lítið verið skrifað um málefnið, þó það hafi talsvert verið rætt og þá sérstaklega fyrstu árin eftir aldamót og í tengslum við efnahagshrunið 2008. Hér verður leitað svara við þremur rannsóknartilgátum. 1) Laun forstjóra eru hærri eftir því sem fyrirtækin sem þeir stjórna eru stærri. 2) Því betri sem rekstrarárangur fyrirtækja er, því hærri eru laun forstjóra þeirra. 3) Laun forstjóra hækka (lækka) með batnandi (versnandi) rekstri. Byggt er á upplýsingum sem fyrirtækin gefa í starfskjarastefnum sínum og þeim upplýsingum sem birtar eru í ársreikningum þeirra. Til skoðunar eru fimm rekstrarár, 2014 til og með 2018. Af þeim átján fyrirtækjum sem eru skráð í kauphöll voru tólf skráð á árinu 2014 eða fyrr. Niðurstöður þessara rannsókna voru þær helstar að nokkuð sterk tengsl eru á milli heildarlauna forstjóra og stærðar fyrirtækjanna ef litið er til veltu og starfsmannafjölda. Lítil sem engin tengsl eru á milli launa og stærðar efnahagsreikninga. Ekki fundust heldur mikil tengsl á milli launanna og rekstrarárangurs, hvort sem um er að ræða reikningshaldslegan árangur eða markaðslegan árangur. Höfundi er ekki kunnugt um að gerð hafi verið rannsókn á því fyrr hvort samband sé á milli launa forstjóra og árangurs fyrirtækja á Íslandi og rannsóknin er því fræðilegt framlag í umræðu um launakjör forstjóra og árangurstengingar þeirra þar sem beitt er aðferðum sem notaðar eru erlendis til að skoða samband launa og rekstrar fyrirtækja. Hagnýtt gildi hennar er að hún nýtist til umræðu um það með hvaða hætti fyrirtæki geta bætt upplýsingagjöf sína til markaðar til að auka gagnsæi reksturs síns og hjálpa fjárfestum og stjórnvöldum að meta rekstur þeirra og framtíðarmöguleika.

Samþykkt: 
  • 13.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33595


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laun forstjóra skráðra íslenskra félaga - Lokaskjal.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf28.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF