Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33600
Það er ávallt mikilvægt að „taka reglulega stöðuna“ í hverri atvinnugrein fyrir sig og sjá hvort verið sé að vinna eftir bestu aðferðum sem hægt er að nota í hvaða fagi sem er. Það er skylda allra fagmanna að leitast við að ná framförum í sínu fagi þannig að það sé samanburðarhæft við það besta sem gerist á heimsvísu. Í þessari ritgerð er fjallað um rannsókn þar sem kannað var hvernig framkvæmd á notkun viðurkenndra verkefnastjórnunaraðferða í mannvirkjagerð á Íslandi er háttað. Rætt var við viðmælendur sem hafa ólíkan bakgrunn en vinna allir við verkefnastjórnun tengda verklegum framkvæmdum. Viðtöl voru tekin við hvern og einn verkefnastjóra þar sem bornar voru upp spurningar sem höfðu verið undirbúnar fyrirfram og miðuðust við aðferðafræði PMBOK Guide Sixth Edition sem gefin er út af Project Management Institute (PMI) í Bandaríkjunum og þykir almennt flokkast undir „best practice“ í verkefnastjórnun. Það var margt áhugavert sem kom fram í þessum viðtölum og er ljóst að misjafn háttur er hafður á þegar kemur að stjórnun verkefna í mannvirkjagerð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Notkun viðurkenndra verkefnastjórnunaraðferða í mannvirkjagerð á Íslandi.pdf | 489,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |